Tveir stórir skjálftar urðu í Bárðarbungu snemma í morgun.
Fyrri skjálftinn varð klukkan 4:57 í norðanverðri öskunni og var 4,1 að stærð. Sá síðasti varð klukkan 5:29 og mældist 4,4.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Þar segir ennfremur að fáir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið og að engin merki séu um gosóróa.
Skjálftar að stærð 4,1 og 4,4 í Bárðarbungu
Atli Ísleifsson skrifar
