Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 15:51 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“ Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33
Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00