Danir reyna að verjast trukkaárásum með steinsteyptum tálmum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Miðbær Kaupmannahafnar. vísir/getty Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00