Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. desember 2017 04:00 Þúsundir farþega voru strandaglópar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. vísir/eyþór Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57