Innlent

MeToo byltingin maður ársins að mati Stöðvar 2

Anton Egilsson skrifar
Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti val sitt á manni ársins í Kryddsíldinni í dag og var það MeToo byltingin sem var valin maður ársins fyrir að hafa rofið þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi í öllum starfsstéttum.

Til að taka á móti viðurkenningunni voru mættar konur úr hinum ýmsu starfsstéttum en það voru þær Silja Bára Ómarsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Drífa Snædal, Ilmur Kristjánsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

„Þetta er það öflugasta sem hefur gerst í jafnréttisbaráttunni fyrr og síðar“ sagði Ilmur í samtali við Eddu Andrésdóttur í Kryddsíldinni og vísaði þar til MeToo byltingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×