Enski boltinn

Nike bauð upp á nafn Coutinho á Barcelona treyju

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Umræðan um möguleg félagsskipti Philippe Couthinho frá Liverpool til Barcelona hefur farið mikinn síðan í sumar þegar félagið reyndi ítrekað, en án árangurs, að kaupa Brasilíumanninn.

Í gærkvöldi gerði íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem meðal annars framleiðir treyjur Barcelona, mjög óheppileg mistök þegar boðið var upp á að kaupa treyju spænska stórveldisins með nafni Coutinho aftan á.

Færslunni var eytt út af vefsíðu Nike fljótlega eftir að hún fór í loftið. Margir telja að færslan hafi einfaldlega farið of snemma í loftið, en þetta sanni að Coutinho sé búinn að komast að samkomulagi við Barcelona og gangi í raðir spænska liðsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Hins vegar vilja stuðningsmenn Liverpool meina að Barcelona sé að nýta Nike til þess að ýta á Liverpool að selja leikmanninn, en félagið segir hann ekki til sölu.










Tengdar fréttir

Coutinho segist vera ánægður hjá Liverpool

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho sat fyrir svörum fyrir leik Englands og Brasilíu en þegar hann var spurður út í áhuga Barcelona sagðist hann vera ánægður hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×