Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 12:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í góðu skapi skömmu eftir að hann vaknaði í gær. Hann hafði horft á fréttir og séð jákvæða umfjöllun um þá ákvörðun sína að gera samkomulag við demókrata varðandi skuldaþak ríkisins og fjármögnun stjórnvalda. Jafnvel þó hann hafi grafið verulega undan eigin flokki með samkomulaginu.Samkvæmt New York Times hringdi forsetinn í Nancy Pelosi, leiðtoga minnihlutans í fulltrúadeild þingsins, og ræddi við hana um hina jákvæðu umfjöllun. Hann ræddi einnig við Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, og gladdist yfir því að jafnvel fréttir Fox News væru á jákvæðum nótum.Skömmu seinna hét hann því að starfa meira með fulltrúum Demókrataflokksins.„Ég held að samband okkar verði allt annað en það hefur verið undanfarin ár. Ég held að þetta sé frábært fyrir Bandaríkin og að þetta sé eitthvað sem fólkið vill sjá. Þau vilja viðræður og sjá okkur ná saman að einhverju leyti,“ sagði forsetinn við blaðamenn í gær.Sjá einnig: Trump valtar yfir áætlanir repúblikanaÞrátt fyrir að repúblikanar séu jafnvel reiðir út í Trump draga margir í efa að þetta ástand muni vara. Bæði þá muni Trump sjálfur missa áhugann á samstarfi við demókrata og demókratar muni missa áhugann á samstarfi við forsetann. Blaðamenn Politico segja ljóst að Trump hafi engan áhuga á að leiða Repúblikanaflokkinn á nokkurn hátt. Hann hefur ítrekað skammast yfir leiðtogum flokksins og jafnvel kallað eftir því að þingmenn sem honum lýst ekki á, verði ekki kosnir aftur.Trump er óútreiknanlegur og þingmenn flokks hans eru ósáttir við nýjasta útspil forsetans. Gjá hefur einnig myndast á milli þingmanna flokksins og leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins. Það er þeirra Paul Ryan og Mitch McConnell.Samkvæmt frétt Washington Post óttast þingmenn Repúblikanaflokksins að samband þeirra við Hvíta húsið hafi beðið verulega hnekki og að erfitt verði að koma stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins og í gegnum forsetann.Uppfært 13: 15 Búið er að bæta við þremur tístum Trump þar sem hann gagnrýnir þingmenn Repúblikanaflokksins og segir þeim að einbeita sér að breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna.Republicans, sorry, but I've been hearing about Repeal & Replace for 7 years, didn't happen! Even worse, the Senate Filibuster Rule will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 ...never allow the Republicans to pass even great legislation. 8 Dems control - will rarely get 60 (vs. 51) votes. It is a Repub Death Wish!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017 Republicans must start the Tax Reform/Tax Cut legislation ASAP. Don't wait until the end of September. Needed now more than ever. Hurry!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 8, 2017
Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira