Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 16:00 Vafalaust bíða margir spenntir eftir því að geta gætt sér á því góðgæti sem mun finnast á Hlemmi Mathöll. vísir/eyþór Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar. Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar.
Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00