Uppfæra viðbragðsáætlun í kjölfar umfjöllunar um áreitni í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 12:30 Markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó segir mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins þegar kemur að áreitismálum í vögnunum. Vísir/Heiða Strætó bs., sem sér um rekstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, hefur uppfært og skerpt á viðbragðsáætlunum er varða áreitismál í vögnum fyrirtækisins. Upplýsingafulltrúi Strætó segir ráðstafanirnar gerðar vegna aukinnar fjölmiðlaumfjöllunar um áreitni sem farþegar vagnanna hafa orðið fyrir. Fulltrúar lögreglu og Stígamóta hafa þó ekki orðið varir við að tilkynningum í málaflokknum hafi fjölgað.Áreitnin áberandi í fjölmiðlumÞað sem af er þessu ári hafa fjölmiðlar fjallað í auknum mæli um farþega sem áreittir hafa verið í strætó. Um miðjan mánuðinn greindi faðir í Reykjavík frá því að börnin hans hefðu verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð Strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Hann sagði enn fremur vagnstjóra ekki hafa brugðist við áreitninni. Þá var ung kona áreitt kynferðislega af fjórum karlmönnum í strætóskýli á Miklubraut í Reykjavík í júní. Hún sagði áreitnina hafa haldið áfram þegar upp í vagninn var komið. Enginn brást heldur við áreitninni í þessu tilviki. Aðspurður hvort hann hefði heyrt af málinu sagði framkvæmdastjóri Strætó bs. svo ekki vera en benti farþegum á að sitja framarlega í vögnunum til að gæta fyllsta öryggis. Í janúar voru svo fluttar fréttir af fjórtán ára hælisleitanda sem sagður er hafa króað stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ og leitað á hana.Umfjöllunin hvatinn að uppfærslunniGuðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir uppfærslu á viðbragðsáætlunum og verkferlum tilkomna vegna umfjöllunar fjölmiðla um áreitismál í vögnum fyrirtækisins en Morgunblaðið vakti fyrst athygli á uppfærslunni í morgun. „Við erum aðallega að uppfæra og skerpa á viðbragðsáætlunum sem eru til nú þegar. Kveikjan að því eiginlega var bara aukin umfjöllun um slík mál með stuttu millibili. Okkur finnst það ekkert eðlilegt og við viljum náttúrulega að öllum líði vel í vögnunum,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Farþegar Strætó virðast einnig verða fyrir áreiti í strætóskýlum á vegum fyrirtækisins. Þrjú börn voru áreitt á biðstöð Strætó í Mjódd í þessum mánuði og ung kona varð fyrir áreiti í strætóskýli við Miklubraut.Vísir/VilhelmHann segir enn fremur mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins er varðar áreitismál sem koma upp í vögnunum. Vagnstjórarnir hafa fengið ítrekun á verklagsreglunum senda í tölvupósti og þá hafa birst tilkynningar um málið á upplýsingaskjám á stærstu biðstöðvum. Eftir því sem Guðmundur best veit hafa vagnstjórar tekið vel í uppfærslurnar, sem eiga að vera skýrar. „Ef vagnstjóri verður var við óæskilega hegðun, þá á hann að stöðva vagninn á næstu stöð og opna allar dyrnar á vagninum og biðja viðkomandi að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar á vagnstjóri að hafa samband við neyðarlínu og þá mun lögregla væntanlega fjarlægja viðkomandi.“Strætó hefur einnig í hyggju að leita til utanaðkomandi aðila sem ef til vill hefðu eitthvað við viðbragðsáætlunina að bæta. Hann segir Stígamót, samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi, vel koma til greina í þeim efnum. „Ég hef heyrt það allavega frá okkar verkefnastjóra í gæða- og öryggismálum, hún er mjög opin fyrir Stígamótum. Ég veit ekki alveg hvaða skref hún hefur tekið en hún er opin fyrir því, ásamt fleiri fagaðilum sem geta komið nálægt,“ segir Guðmundur og nefnir lögreglu, neyðarlínuna og foreldrasamtök í því samhengi.Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum segir að samtökin gætu vel hugsað sér að aðstoða Strætó í uppfærslum á verklagsferlum er koma að kynferðislegri áreitni.Vísir/DaníelEngar sérstakar tölur til um kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum Fjölmiðlaumfjöllun síðustu mánaða virðist þó ekki hafa haft áhrif á tilkynningar um áreitni í strætisvögnum til lögreglu. Þeim hefur ekki fjölgað. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er allavega ekki eitthvað sem hefur verið áberandi,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þóra segist þó ekki geta svarað fyrir upplifun farþega og að ekki séu endilega öll tilvik af þessu tagi tilkynnt til lögreglu. Þórunn Þórarinsdóttir starfar hjá Stígamótum. Hún segir engar sérstakar tölur til yfir kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum á Íslandi. Þá segir hún Stígamót ekki spyrja þolendur kynferðisofbeldis sérstaklega um strætisvagna og aðrar samgöngur. „Við spyrjum ekki sérstaklega um strætisvagna og almenningssamgöngur en kynferðisleg áreitni fer auðvitað ekki eftir stöðum og tölur um tilkynningar segja ekki alltaf alla söguna. Það er alltaf manneskja og heili á bak við allt ofbeldi og viðkomandi ákveður stað og stund,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort Stígamót gætu hugsað sér að leggja Strætó lið í baráttunni gegn áreitni í strætisvögnum segir Þórunn það sjálfsagt. „Við erum alltaf boðin og búin að aðstoða, sé eftir því leitað, og Strætó hefur þá bara samband.“ Tengdar fréttir Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15 Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00 Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59 Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59 Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Strætó bs., sem sér um rekstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, hefur uppfært og skerpt á viðbragðsáætlunum er varða áreitismál í vögnum fyrirtækisins. Upplýsingafulltrúi Strætó segir ráðstafanirnar gerðar vegna aukinnar fjölmiðlaumfjöllunar um áreitni sem farþegar vagnanna hafa orðið fyrir. Fulltrúar lögreglu og Stígamóta hafa þó ekki orðið varir við að tilkynningum í málaflokknum hafi fjölgað.Áreitnin áberandi í fjölmiðlumÞað sem af er þessu ári hafa fjölmiðlar fjallað í auknum mæli um farþega sem áreittir hafa verið í strætó. Um miðjan mánuðinn greindi faðir í Reykjavík frá því að börnin hans hefðu verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð Strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Hann sagði enn fremur vagnstjóra ekki hafa brugðist við áreitninni. Þá var ung kona áreitt kynferðislega af fjórum karlmönnum í strætóskýli á Miklubraut í Reykjavík í júní. Hún sagði áreitnina hafa haldið áfram þegar upp í vagninn var komið. Enginn brást heldur við áreitninni í þessu tilviki. Aðspurður hvort hann hefði heyrt af málinu sagði framkvæmdastjóri Strætó bs. svo ekki vera en benti farþegum á að sitja framarlega í vögnunum til að gæta fyllsta öryggis. Í janúar voru svo fluttar fréttir af fjórtán ára hælisleitanda sem sagður er hafa króað stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ og leitað á hana.Umfjöllunin hvatinn að uppfærslunniGuðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir uppfærslu á viðbragðsáætlunum og verkferlum tilkomna vegna umfjöllunar fjölmiðla um áreitismál í vögnum fyrirtækisins en Morgunblaðið vakti fyrst athygli á uppfærslunni í morgun. „Við erum aðallega að uppfæra og skerpa á viðbragðsáætlunum sem eru til nú þegar. Kveikjan að því eiginlega var bara aukin umfjöllun um slík mál með stuttu millibili. Okkur finnst það ekkert eðlilegt og við viljum náttúrulega að öllum líði vel í vögnunum,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Farþegar Strætó virðast einnig verða fyrir áreiti í strætóskýlum á vegum fyrirtækisins. Þrjú börn voru áreitt á biðstöð Strætó í Mjódd í þessum mánuði og ung kona varð fyrir áreiti í strætóskýli við Miklubraut.Vísir/VilhelmHann segir enn fremur mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins er varðar áreitismál sem koma upp í vögnunum. Vagnstjórarnir hafa fengið ítrekun á verklagsreglunum senda í tölvupósti og þá hafa birst tilkynningar um málið á upplýsingaskjám á stærstu biðstöðvum. Eftir því sem Guðmundur best veit hafa vagnstjórar tekið vel í uppfærslurnar, sem eiga að vera skýrar. „Ef vagnstjóri verður var við óæskilega hegðun, þá á hann að stöðva vagninn á næstu stöð og opna allar dyrnar á vagninum og biðja viðkomandi að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar á vagnstjóri að hafa samband við neyðarlínu og þá mun lögregla væntanlega fjarlægja viðkomandi.“Strætó hefur einnig í hyggju að leita til utanaðkomandi aðila sem ef til vill hefðu eitthvað við viðbragðsáætlunina að bæta. Hann segir Stígamót, samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi, vel koma til greina í þeim efnum. „Ég hef heyrt það allavega frá okkar verkefnastjóra í gæða- og öryggismálum, hún er mjög opin fyrir Stígamótum. Ég veit ekki alveg hvaða skref hún hefur tekið en hún er opin fyrir því, ásamt fleiri fagaðilum sem geta komið nálægt,“ segir Guðmundur og nefnir lögreglu, neyðarlínuna og foreldrasamtök í því samhengi.Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum segir að samtökin gætu vel hugsað sér að aðstoða Strætó í uppfærslum á verklagsferlum er koma að kynferðislegri áreitni.Vísir/DaníelEngar sérstakar tölur til um kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum Fjölmiðlaumfjöllun síðustu mánaða virðist þó ekki hafa haft áhrif á tilkynningar um áreitni í strætisvögnum til lögreglu. Þeim hefur ekki fjölgað. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er allavega ekki eitthvað sem hefur verið áberandi,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þóra segist þó ekki geta svarað fyrir upplifun farþega og að ekki séu endilega öll tilvik af þessu tagi tilkynnt til lögreglu. Þórunn Þórarinsdóttir starfar hjá Stígamótum. Hún segir engar sérstakar tölur til yfir kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum á Íslandi. Þá segir hún Stígamót ekki spyrja þolendur kynferðisofbeldis sérstaklega um strætisvagna og aðrar samgöngur. „Við spyrjum ekki sérstaklega um strætisvagna og almenningssamgöngur en kynferðisleg áreitni fer auðvitað ekki eftir stöðum og tölur um tilkynningar segja ekki alltaf alla söguna. Það er alltaf manneskja og heili á bak við allt ofbeldi og viðkomandi ákveður stað og stund,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort Stígamót gætu hugsað sér að leggja Strætó lið í baráttunni gegn áreitni í strætisvögnum segir Þórunn það sjálfsagt. „Við erum alltaf boðin og búin að aðstoða, sé eftir því leitað, og Strætó hefur þá bara samband.“
Tengdar fréttir Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15 Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00 Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59 Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59 Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15
Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00
Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59
Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59
Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15