Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:15 Áreitaði átti sér stað í Mjóddinni að sögn Sveins Hjartar. Vísir/Stefán Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira