Gáfum allt í Elly Sólveig Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 16:30 Björgvin er Hafnfirðingur og býr með fjölskyldunni í Vallahverfi. Mynd/Anton Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. Við hittumst á veitingastaðnum Bike Cave í Hafnarborg í Hafnarfirði, heimabæ Björgvins. Hann segist reyndar ekki vera ekta Gaflari, er aðfluttur, og býr með fjölskyldu sinni í Vallahverfi. "Hafnfirðingar kalla reyndar Vallahverfi "varla hverfi“ og finnst mjög fyndið,“ segir hann brosandi og gæðir sér á girnilegum grænmetisborgara og sætum frönskum enda orðinn mjög hrifinn af grænmetisfæði í seinni tíð, sérstaklega eftir jógatíma sem hann reynir að stunda sem mest.Fjölskyldan á fermingardegi Eddu Lovísu fyrir tveimur árum.Stefnumótin lögðu grunninn Björgvin er giftur Berglindi Ólafsdóttur, þerapista á meðferðarstofunni Shalom, og saman eiga þau tvær dætur, þær Eddu Lovísu sem er að verða sextán ára og Dóru Marín sem verður níu ára á árinu. „Við Berglind byrjuðum saman nákvæmlega 12. mars 2001. Þegar ég var yngri nálgaðist ég sambönd á allt annan hátt en ég gerði þegar við Berglind kynntumst. Við deituðum til dæmis í tvo eða þrjá mánuði án þess að nokkuð gerðist og ákváðum bæði, án þess að tala okkur sérstaklega saman um það, að verða vinir áður en við færum lengra. Það hefur tekist svona vel til, enda liðin sautján ár og við enn þá saman,“ segir Björgvin brosmildur að vanda og bætir við að þau hafi gift sig í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árið 2009. „Við höfum svo sem gengið í gegnum margt saman. Við urðum til dæmis mjög snemma ólétt sem var nú alls ekki planið en það kom alger snillingur út úr því. Ég held að þetta deittímabil hafi lagt mjög góðan grunn sem við búum að enn þá í dag.“Björgvin og yngri dóttirin Dóra Marín á strönd nærri Chicago árið 2012.Tveir mismunandi pabbar Hvernig pabbi er hann? „Ég hef átt tvö tímabil sem foreldri. Fyrst var ég foreldri sem var mjög upptekið og alltaf að vinna. Þegar við fluttum síðan til Bandaríkjanna fyrir sex árum þurfti ég að byrja á að kynnast eldri dóttur minni sem hafði varla séð mig nema í sjónvarpinu í Stundinni okkar. Ég uppgötvaði úti að þetta væri ekki leiðin sem mig langaði að fara. Ég sótti kúrs sem breytti hugsunarhætti mínum og við það urðu straumhvörf í mínu lífi. Í kúrsinum var kennt hvernig ætti að ná árangri í viðskiptalífinu en áherslan var ekki á starfið heldur hvernig mætti taka ábyrgð á sjálfum sér, heilsunni, fjölskyldunni og áhugamálunum á móti allri þeirri streitu sem starfið kallar á. Ég heyrði reynslusögur manna sem höfðu misst algerlega af uppvexti barna sinna og áttuðu sig ekki fyrr en börnin voru á leið í háskóla hinum megin á landinu. Ég vildi ekki vera sá gaur.“ Björgvin reynir því alltaf að finna tíma fyrir dætur sínar þó mikið sé um að vera eins og þessa dagana þegar sýningar á Elly standa sem hæst. „Ég reyni að nýta dagana til að gera eitthvað með þeim, fara í sund eða bara sitja með þeim og læra.“Hjónin á ströndinni á Lake Harriet sem var eitt af mörgum vötnum í kringum heimili þeirra í Minneapolis.Fjögur mótandi ár í Bandaríkjunum Fjölskyldan flutti til Minnesota í Bandaríkjunum fyrir sex árum þar sem Berglind stundaði nám í fjölskyldu- og hjónabandsþerapíu. Björgvin fór sjálfur í þverfaglegt meistaranám þar sem hann raðaði saman því sem honum þótti áhugaverðast að læra. „Áður en við fórum út var maður dálítið fastur í þeim hugsunarhætti að maður ætti eitthvað skilið. Maður ætti skilið að fara til útlanda þó maður hefði ekki endilega efni á því og var svo hissa þegar endar náðu ekki saman. Þegar þú ert námsmaður í útlöndum er enginn að fara að redda þér þegar peningurinn klárast. Þá uppgötvuðum við þessa brjáluðu hamingju sem felst í því að eiga aðeins fyrir nauðþurftum og geta ekki eytt í óþarfa. Við eyddum meiri tíma heima og saman, spiluðum eða horfðum á það sem var í sjónvarpinu. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusamur á ævinni,“ segir hann og brosir að minningunni. „Hamingjan fólst því ekki í laununum heldur hugsunarhættinum.“ Þegar fjölskyldan kom heim fyrir tveimur árum voru peningar oft af skornum skammti, Björgvin fékk lítið að gera og Berglind að byrja að fikra sig áfram sem þerapisti. „En þá vorum við svo vön því að láta hlutina duga að þetta var allt í lagi. Við redduðum til dæmis bílamálum með því að hertaka bílinn hans pabba og sögðum honum að hringja ef hann vantaði far,“ segir hann og skellir upp úr.Edrú í átján ár Björgvin er ekki óvanur því að breyta hegðun sinni og hugsanagangi. Þannig ákvað hann að hætta að drekka fyrir átján árum meðan hann var enn í leiklistarskólanum. „Ég var mjög lélegur drykkjumaður og er afar þakklátur því að hafa getað komið inn í leiklistarheiminn edrú,“ segir hann en viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. „Á þessum tíma var ég afar viðkvæmur fyrir drykkju annarra. Í dag er ég bæði sterkari og svo eru líka fleiri í kringum mig sem eru annaðhvort hættir að drekka eða hafa aldrei byrjað. Það er því mun minna mál fyrir mig að vera edrú í dag en þá.“Björgvin í hlutverki Ragnars Bjarnasonar sem syngur hér til Ellyjar sem leikin er af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.Mynd/BorgarleikhúsiðDraumahlutverkið upp í hendurnar Björgvin vissi að setja ætti upp leiksýninguna Elly og fannst verkefnið spennandi enda hlustað á Elly og Vilhjálm frá unglingsaldri. Hann bjóst þó alls ekki við því að vera boðið hlutverk í sýningunni. „Ég hafði haft mjög lítið að gera síðan við fluttum heim og fannst ótrúlega erfitt að komast inn í bransann aftur. Þá hringir Gísli Örn Garðarsson, gamall vinur minn og bekkjarbróðir, í mig og segir: „Jæja, þá er komið að þessu. Má ekki bjóða þér að leika Villa Vill og Ragga Bjarna?“ Ég var rosalega hissa og glaður og tók því auðvitað á staðnum,“ segir Björgvin en margt breyttist með þessu tilboði. „Þarna fékk ég draumahlutverk, ég var kominn með fasta vinnu, fékk aftur tækifæri að vinna í leikhúsi sem ég hafði ekki gert að neinu gagni í mörg ár og svo loks færi á að vinna aftur með Gísla vini mínum og Selmu Björns.“ Björgvin leikur fjölmörg hlutverk í sýningunni en þeirra stærst eru Villi Vill og Raggi Bjarna. Hann segir það hafa verið nokkra áskorun, sérstaklega hvað sönginn snerti. „Villi var tenór, Raggi Bjarna er bassi, og ég er hvorugt,“ segir hann hlæjandi en með góðri hjálp frá Kristjönu Stefáns hafi honum tekist að gera báðum góð skil.Af leiksýningunni Elly í Borgarleikhúsinu.Mynd/BorgarleikhúsiðEftirhermur hafa verið ær og kýr Björgvins lengi og það nýttist honum vel í sýningunni. Samt hafi ekki verið nóg að herma eftir þessum mætu mönnum því hann vildi líka gæða þá persónuleika og lífi. „Mér fannst þetta mjög viðkvæmt ferli enda var ég annars vegar að túlka þjóðfrægan látinn mann sem þjóðin elskaði og hins vegar mann sem enn er á lífi og fólk þekkir mjög vel. Gísli hjálpaði mér mikið að móta Vilhjálm en Raggi mótaðist nánast sjálfkrafa enda var ég búinn að stúdera hann mikið, talandann og kækina,“ segir Björgvin og bætir hlæjandi við að hann hafi tónað kækina nokkuð niður í sýningunni. „Þegar maður hittir Ragga sjálfan er hann í raun mun ýktari. Ég hefði örugglega verið sakaður um ofleik hefði ég leikið Ragga nákvæmlega eins og hann er.“Pabbi grét Viðtökur gagnrýnenda og almennings eru allar á einn veg enda er uppselt á sýninguna langt fram í tímann og þegar búið að ákveða að flytja hana í stóran sal í haust. „Ég er nú alltaf skíthræddur við að lesa dóma en svo hafa þeir verið mjög fínir. Það sem ég hugsaði fyrst og fremst var að hvað sem yrði, þá hefði ég allavega lagt allt í þetta og sama má segja um allan hópinn sem stóð að sýningunni. Við lögðum allt í þetta.“ Björgvini finnst ekki síst gaman að heyra að fólk sem hafi staðið Elly og Vilhjálmi nærri sé ánægt með sýninguna. Hann segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu djúpstæð áhrif sýningin gæti haft fyrr en pabbi hans, Gísli Rúnar Jónsson, mætti á forsýningu. „Pabbi er maður með skoðanir og ég var því hálfhræddur að fá hann. Svo kemur hann bak við eftir sýninguna og er grátandi. Þá rann loks upp fyrir mér að við værum með eitthvað svakalegt í höndunum. Þetta virðist ná svona rosalega að hjarta fólks.“ Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Leiksýningin Elly í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn. Björgvin Franz Gíslason stekkur í fjölmörg hlutverk og þykir standa sig vel í að túlka hina ástsælu söngvara Vilhjálm Vilhjálmsson og Ragnar Bjarnason. Við hittumst á veitingastaðnum Bike Cave í Hafnarborg í Hafnarfirði, heimabæ Björgvins. Hann segist reyndar ekki vera ekta Gaflari, er aðfluttur, og býr með fjölskyldu sinni í Vallahverfi. "Hafnfirðingar kalla reyndar Vallahverfi "varla hverfi“ og finnst mjög fyndið,“ segir hann brosandi og gæðir sér á girnilegum grænmetisborgara og sætum frönskum enda orðinn mjög hrifinn af grænmetisfæði í seinni tíð, sérstaklega eftir jógatíma sem hann reynir að stunda sem mest.Fjölskyldan á fermingardegi Eddu Lovísu fyrir tveimur árum.Stefnumótin lögðu grunninn Björgvin er giftur Berglindi Ólafsdóttur, þerapista á meðferðarstofunni Shalom, og saman eiga þau tvær dætur, þær Eddu Lovísu sem er að verða sextán ára og Dóru Marín sem verður níu ára á árinu. „Við Berglind byrjuðum saman nákvæmlega 12. mars 2001. Þegar ég var yngri nálgaðist ég sambönd á allt annan hátt en ég gerði þegar við Berglind kynntumst. Við deituðum til dæmis í tvo eða þrjá mánuði án þess að nokkuð gerðist og ákváðum bæði, án þess að tala okkur sérstaklega saman um það, að verða vinir áður en við færum lengra. Það hefur tekist svona vel til, enda liðin sautján ár og við enn þá saman,“ segir Björgvin brosmildur að vanda og bætir við að þau hafi gift sig í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árið 2009. „Við höfum svo sem gengið í gegnum margt saman. Við urðum til dæmis mjög snemma ólétt sem var nú alls ekki planið en það kom alger snillingur út úr því. Ég held að þetta deittímabil hafi lagt mjög góðan grunn sem við búum að enn þá í dag.“Björgvin og yngri dóttirin Dóra Marín á strönd nærri Chicago árið 2012.Tveir mismunandi pabbar Hvernig pabbi er hann? „Ég hef átt tvö tímabil sem foreldri. Fyrst var ég foreldri sem var mjög upptekið og alltaf að vinna. Þegar við fluttum síðan til Bandaríkjanna fyrir sex árum þurfti ég að byrja á að kynnast eldri dóttur minni sem hafði varla séð mig nema í sjónvarpinu í Stundinni okkar. Ég uppgötvaði úti að þetta væri ekki leiðin sem mig langaði að fara. Ég sótti kúrs sem breytti hugsunarhætti mínum og við það urðu straumhvörf í mínu lífi. Í kúrsinum var kennt hvernig ætti að ná árangri í viðskiptalífinu en áherslan var ekki á starfið heldur hvernig mætti taka ábyrgð á sjálfum sér, heilsunni, fjölskyldunni og áhugamálunum á móti allri þeirri streitu sem starfið kallar á. Ég heyrði reynslusögur manna sem höfðu misst algerlega af uppvexti barna sinna og áttuðu sig ekki fyrr en börnin voru á leið í háskóla hinum megin á landinu. Ég vildi ekki vera sá gaur.“ Björgvin reynir því alltaf að finna tíma fyrir dætur sínar þó mikið sé um að vera eins og þessa dagana þegar sýningar á Elly standa sem hæst. „Ég reyni að nýta dagana til að gera eitthvað með þeim, fara í sund eða bara sitja með þeim og læra.“Hjónin á ströndinni á Lake Harriet sem var eitt af mörgum vötnum í kringum heimili þeirra í Minneapolis.Fjögur mótandi ár í Bandaríkjunum Fjölskyldan flutti til Minnesota í Bandaríkjunum fyrir sex árum þar sem Berglind stundaði nám í fjölskyldu- og hjónabandsþerapíu. Björgvin fór sjálfur í þverfaglegt meistaranám þar sem hann raðaði saman því sem honum þótti áhugaverðast að læra. „Áður en við fórum út var maður dálítið fastur í þeim hugsunarhætti að maður ætti eitthvað skilið. Maður ætti skilið að fara til útlanda þó maður hefði ekki endilega efni á því og var svo hissa þegar endar náðu ekki saman. Þegar þú ert námsmaður í útlöndum er enginn að fara að redda þér þegar peningurinn klárast. Þá uppgötvuðum við þessa brjáluðu hamingju sem felst í því að eiga aðeins fyrir nauðþurftum og geta ekki eytt í óþarfa. Við eyddum meiri tíma heima og saman, spiluðum eða horfðum á það sem var í sjónvarpinu. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusamur á ævinni,“ segir hann og brosir að minningunni. „Hamingjan fólst því ekki í laununum heldur hugsunarhættinum.“ Þegar fjölskyldan kom heim fyrir tveimur árum voru peningar oft af skornum skammti, Björgvin fékk lítið að gera og Berglind að byrja að fikra sig áfram sem þerapisti. „En þá vorum við svo vön því að láta hlutina duga að þetta var allt í lagi. Við redduðum til dæmis bílamálum með því að hertaka bílinn hans pabba og sögðum honum að hringja ef hann vantaði far,“ segir hann og skellir upp úr.Edrú í átján ár Björgvin er ekki óvanur því að breyta hegðun sinni og hugsanagangi. Þannig ákvað hann að hætta að drekka fyrir átján árum meðan hann var enn í leiklistarskólanum. „Ég var mjög lélegur drykkjumaður og er afar þakklátur því að hafa getað komið inn í leiklistarheiminn edrú,“ segir hann en viðurkennir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. „Á þessum tíma var ég afar viðkvæmur fyrir drykkju annarra. Í dag er ég bæði sterkari og svo eru líka fleiri í kringum mig sem eru annaðhvort hættir að drekka eða hafa aldrei byrjað. Það er því mun minna mál fyrir mig að vera edrú í dag en þá.“Björgvin í hlutverki Ragnars Bjarnasonar sem syngur hér til Ellyjar sem leikin er af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.Mynd/BorgarleikhúsiðDraumahlutverkið upp í hendurnar Björgvin vissi að setja ætti upp leiksýninguna Elly og fannst verkefnið spennandi enda hlustað á Elly og Vilhjálm frá unglingsaldri. Hann bjóst þó alls ekki við því að vera boðið hlutverk í sýningunni. „Ég hafði haft mjög lítið að gera síðan við fluttum heim og fannst ótrúlega erfitt að komast inn í bransann aftur. Þá hringir Gísli Örn Garðarsson, gamall vinur minn og bekkjarbróðir, í mig og segir: „Jæja, þá er komið að þessu. Má ekki bjóða þér að leika Villa Vill og Ragga Bjarna?“ Ég var rosalega hissa og glaður og tók því auðvitað á staðnum,“ segir Björgvin en margt breyttist með þessu tilboði. „Þarna fékk ég draumahlutverk, ég var kominn með fasta vinnu, fékk aftur tækifæri að vinna í leikhúsi sem ég hafði ekki gert að neinu gagni í mörg ár og svo loks færi á að vinna aftur með Gísla vini mínum og Selmu Björns.“ Björgvin leikur fjölmörg hlutverk í sýningunni en þeirra stærst eru Villi Vill og Raggi Bjarna. Hann segir það hafa verið nokkra áskorun, sérstaklega hvað sönginn snerti. „Villi var tenór, Raggi Bjarna er bassi, og ég er hvorugt,“ segir hann hlæjandi en með góðri hjálp frá Kristjönu Stefáns hafi honum tekist að gera báðum góð skil.Af leiksýningunni Elly í Borgarleikhúsinu.Mynd/BorgarleikhúsiðEftirhermur hafa verið ær og kýr Björgvins lengi og það nýttist honum vel í sýningunni. Samt hafi ekki verið nóg að herma eftir þessum mætu mönnum því hann vildi líka gæða þá persónuleika og lífi. „Mér fannst þetta mjög viðkvæmt ferli enda var ég annars vegar að túlka þjóðfrægan látinn mann sem þjóðin elskaði og hins vegar mann sem enn er á lífi og fólk þekkir mjög vel. Gísli hjálpaði mér mikið að móta Vilhjálm en Raggi mótaðist nánast sjálfkrafa enda var ég búinn að stúdera hann mikið, talandann og kækina,“ segir Björgvin og bætir hlæjandi við að hann hafi tónað kækina nokkuð niður í sýningunni. „Þegar maður hittir Ragga sjálfan er hann í raun mun ýktari. Ég hefði örugglega verið sakaður um ofleik hefði ég leikið Ragga nákvæmlega eins og hann er.“Pabbi grét Viðtökur gagnrýnenda og almennings eru allar á einn veg enda er uppselt á sýninguna langt fram í tímann og þegar búið að ákveða að flytja hana í stóran sal í haust. „Ég er nú alltaf skíthræddur við að lesa dóma en svo hafa þeir verið mjög fínir. Það sem ég hugsaði fyrst og fremst var að hvað sem yrði, þá hefði ég allavega lagt allt í þetta og sama má segja um allan hópinn sem stóð að sýningunni. Við lögðum allt í þetta.“ Björgvini finnst ekki síst gaman að heyra að fólk sem hafi staðið Elly og Vilhjálmi nærri sé ánægt með sýninguna. Hann segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu djúpstæð áhrif sýningin gæti haft fyrr en pabbi hans, Gísli Rúnar Jónsson, mætti á forsýningu. „Pabbi er maður með skoðanir og ég var því hálfhræddur að fá hann. Svo kemur hann bak við eftir sýninguna og er grátandi. Þá rann loks upp fyrir mér að við værum með eitthvað svakalegt í höndunum. Þetta virðist ná svona rosalega að hjarta fólks.“
Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira