Birgir Leifur snýr aftur til Leynis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2017 17:27 Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri Leynis og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis. mynd/leynir Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Þetta kemur fram á heimasíðu Leynis. Birgir Leifur er uppalinn Skagamaður og keppti fyrir Leyni fram til ársins 1997 er hann gekk í raðir GKG. Birgir Leifur mun hafa umsjón með allri þjálfun hjá Leyni en hann er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi. Meðfram starfi sínu hjá Leyni heldur Birgir Leifur áfram að keppa sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. „Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í að móta og byggja upp íþróttastarf míns gamla heimaklúbbs GL samhliða því að vera í atvinnumennskunni. Á Akranesi er mikil íþróttahefð og hefur bæjarfélagið og stjórn GL mikinn metnað að móta aðstæður sem eru til fyrirmyndar og munu auðvelda að gera gott starf enn betra,“ sagði Birgir Leifur. „Að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdastjóra GKG þá segir hann alla vita sem koma að golfíþróttinni hve mikill metnaður er varðandi þá þætti á Akranesi og því er það ánægjulegt fyrir okkur GKG-inga að geta unnið að þessum hlutum í sameiningu með Birgi Leif og Golfklúbbnum Leyni,“ segir á heimasíðu Leynis. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Þetta kemur fram á heimasíðu Leynis. Birgir Leifur er uppalinn Skagamaður og keppti fyrir Leyni fram til ársins 1997 er hann gekk í raðir GKG. Birgir Leifur mun hafa umsjón með allri þjálfun hjá Leyni en hann er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi. Meðfram starfi sínu hjá Leyni heldur Birgir Leifur áfram að keppa sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. „Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í að móta og byggja upp íþróttastarf míns gamla heimaklúbbs GL samhliða því að vera í atvinnumennskunni. Á Akranesi er mikil íþróttahefð og hefur bæjarfélagið og stjórn GL mikinn metnað að móta aðstæður sem eru til fyrirmyndar og munu auðvelda að gera gott starf enn betra,“ sagði Birgir Leifur. „Að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdastjóra GKG þá segir hann alla vita sem koma að golfíþróttinni hve mikill metnaður er varðandi þá þætti á Akranesi og því er það ánægjulegt fyrir okkur GKG-inga að geta unnið að þessum hlutum í sameiningu með Birgi Leif og Golfklúbbnum Leyni,“ segir á heimasíðu Leynis.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira