Fótbolti

Hodgson kominn með nýja vinnu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. vísir/getty
Það hefur lítið spurst til Roy Hodgson síðan hann hætti með enska landsliðið eftir að það tapaði gegn Íslandi á EM. Nú er hann aftur kominn í vinnu.

Hodgson er orðinn ráðgjafi hjá ástralska félaginu Melbourne City en það er systurfélag Man. City enda í eigu sömu aðila.

Hinn 69 ára gamli Hodgson mun sjá um að mennta og fræða alla þjálfara félagsins. Hann ætti að hafa eitthvað fram að færa þar enda með mikla reynslu.

Hodgson hefur einnig þjálfað svissneska landsliðið, Inter, Liverpool, Fulham og WBA.

Melbourne vantar nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð en Hodgson kemur víst ekki til greina í það starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×