Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 17:42 Frá vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Íslenskur bílstjóri rútunnar, sem ekið var aftan á fólksbíl og fór út af veginum vestur af Kirkubæjarklaustri í morgun, er á meðal hinna slösuðu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Frekari upplýsingar um líðan þeirra tólf, sem fluttir voru alvarlega slasaðir með þyrlum af vettvangi, liggja ekki fyrir að svo stöddu. Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. Enn er verið að vinna á vettvangi og gerir Oddur ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg.Rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn.Uppfært klukkan 19:02:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var bílstjóri rútunnar sagður alvarlega slasaður. Dóttir bílstjórans hafði samband við fréttastofu og sagði meiðsli hans ekki alvarleg. Gert er ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld.Vísir/map.isFylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Íslenskur bílstjóri rútunnar, sem ekið var aftan á fólksbíl og fór út af veginum vestur af Kirkubæjarklaustri í morgun, er á meðal hinna slösuðu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Frekari upplýsingar um líðan þeirra tólf, sem fluttir voru alvarlega slasaðir með þyrlum af vettvangi, liggja ekki fyrir að svo stöddu. Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. Enn er verið að vinna á vettvangi og gerir Oddur ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg.Rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn.Uppfært klukkan 19:02:Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var bílstjóri rútunnar sagður alvarlega slasaður. Dóttir bílstjórans hafði samband við fréttastofu og sagði meiðsli hans ekki alvarleg. Gert er ráð fyrir að Þjóðvegur 1 við Klaustur verði lokaður eitthvað fram yfir 19 í kvöld.Vísir/map.isFylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00