Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2017 11:00 Íbúar Pyongyang fylgjast með fréttum af eldflaugaskotinu. Vísir/AFP Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, varar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, við að fara ekki yfir strikið. Hann fer fram á að nágrannar sínir í norðri hætti ögrununum sínum og segir að fari þeir yfir strikið verði afleiðingarnar óljósar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spyr hvort að Kim hafi ekkert annað að gera í lífinu og segir að þolinmæði Suður-Kóreu og Japan sé að þrotum komin. Sérfræðingar efa að eldflaugavopna- og kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu hafi náð þeim hæðum sem yfirvöld þar í landi segja, en ljóst er að miklum árangri hefur verið náð.Nær mögulega til Alaska Norður-Kórea tilkynnti nú í morgun að tilraunaskot langdrægar eldflaugar hefði tekist. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu að Hwasong-14 eldflaugin gæti hitt skotmörk „hvar sem er í heiminum“, sem þykir mjög hæpið.Vísir/GraphicNewsÞá kom fram að eldflaugin hafi verið á lofti í um 39 mínútur, hafi farið í um 2,802 kílómetra hæð og flogið 933 kílómetra. Hún lenti í Japanshafi. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest og þykir ótrúverðugt. Í samtali við BBC segir eðlisfræðingurinn David Wright að ef fregnir af flugi eldflaugarinnar séu réttar ætti hún að geta farið um 6.700 kílómetra. Þannig gæti Norður-Kóreu skotið kjarnorkuvopni til Alaska. Hwasong-14 eldflaugin myndi ekki drífa til Hawaii eða nokkurra annarra ríkja í Bandaríkjunum.Moon hefur kallað eftir neyðarfundi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar í Suður-Kóreu, telja embættismenn að þvinganir gegn Norður-Kóreu verði hertar enn fremur.North Korea has just launched another missile. Does this guy have anything better to do with his life? Hard to believe that South Korea.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 ....and Japan will put up with this much longer. Perhaps China will put a heavy move on North Korea and end this nonsense once and for all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 Kemur Kína til bjargar? Donald Trump tísti um eldflaugaskotið í nótt. Þar spurði hann hvort að Kim Jong-un hefði ekkert betra að gera við líf sitt og hvatti hann Kínverja til að beita sér af afli gegn vopnaætlunum Norður-Kóreu. Trump hefur áður biðlað til Kínverja að beita Pyongyang þrýstingi en það hefur ekki borið árangur. Stjórnvöld í Washington hafa lýst yfir vonbrigðum með Kína og nú í síðustu viku beittu stjórnvöld þar þvingunum gegn kínverskum banka og meintra tengsla hans við Norður-Kóreu.Trump ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í síma á sunnudaginn. Fjölmiðlar í Kína segja Xi hafa varað Trump við því að samband ríkjanna hafi beðið hnekki. Þá segir New York Times að Trump hafi tilkynnt kínverska forsetanum að Bandaríkin gætu gripið til einhliða aðgerða gegn Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna virðist, samkvæmt AP fréttaveitunni, hafa skilgreint eldflaugin sem meðaldræga og hafa ekki staðfest að um langdræga flaug hafi verið að ræða.#NorthKorea says its #icbm will 'end the US nuclear war threat and blackmail" https://t.co/lBNDEeLDFh pic.twitter.com/dM9PilEv3u— AFP news agency (@AFP) July 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, varar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, við að fara ekki yfir strikið. Hann fer fram á að nágrannar sínir í norðri hætti ögrununum sínum og segir að fari þeir yfir strikið verði afleiðingarnar óljósar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spyr hvort að Kim hafi ekkert annað að gera í lífinu og segir að þolinmæði Suður-Kóreu og Japan sé að þrotum komin. Sérfræðingar efa að eldflaugavopna- og kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu hafi náð þeim hæðum sem yfirvöld þar í landi segja, en ljóst er að miklum árangri hefur verið náð.Nær mögulega til Alaska Norður-Kórea tilkynnti nú í morgun að tilraunaskot langdrægar eldflaugar hefði tekist. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu að Hwasong-14 eldflaugin gæti hitt skotmörk „hvar sem er í heiminum“, sem þykir mjög hæpið.Vísir/GraphicNewsÞá kom fram að eldflaugin hafi verið á lofti í um 39 mínútur, hafi farið í um 2,802 kílómetra hæð og flogið 933 kílómetra. Hún lenti í Japanshafi. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest og þykir ótrúverðugt. Í samtali við BBC segir eðlisfræðingurinn David Wright að ef fregnir af flugi eldflaugarinnar séu réttar ætti hún að geta farið um 6.700 kílómetra. Þannig gæti Norður-Kóreu skotið kjarnorkuvopni til Alaska. Hwasong-14 eldflaugin myndi ekki drífa til Hawaii eða nokkurra annarra ríkja í Bandaríkjunum.Moon hefur kallað eftir neyðarfundi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar í Suður-Kóreu, telja embættismenn að þvinganir gegn Norður-Kóreu verði hertar enn fremur.North Korea has just launched another missile. Does this guy have anything better to do with his life? Hard to believe that South Korea.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 ....and Japan will put up with this much longer. Perhaps China will put a heavy move on North Korea and end this nonsense once and for all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2017 Kemur Kína til bjargar? Donald Trump tísti um eldflaugaskotið í nótt. Þar spurði hann hvort að Kim Jong-un hefði ekkert betra að gera við líf sitt og hvatti hann Kínverja til að beita sér af afli gegn vopnaætlunum Norður-Kóreu. Trump hefur áður biðlað til Kínverja að beita Pyongyang þrýstingi en það hefur ekki borið árangur. Stjórnvöld í Washington hafa lýst yfir vonbrigðum með Kína og nú í síðustu viku beittu stjórnvöld þar þvingunum gegn kínverskum banka og meintra tengsla hans við Norður-Kóreu.Trump ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í síma á sunnudaginn. Fjölmiðlar í Kína segja Xi hafa varað Trump við því að samband ríkjanna hafi beðið hnekki. Þá segir New York Times að Trump hafi tilkynnt kínverska forsetanum að Bandaríkin gætu gripið til einhliða aðgerða gegn Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna virðist, samkvæmt AP fréttaveitunni, hafa skilgreint eldflaugin sem meðaldræga og hafa ekki staðfest að um langdræga flaug hafi verið að ræða.#NorthKorea says its #icbm will 'end the US nuclear war threat and blackmail" https://t.co/lBNDEeLDFh pic.twitter.com/dM9PilEv3u— AFP news agency (@AFP) July 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30