Metaukning í styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 10:39 Kolaorkuver spúir reyk út í andrúmsloftið. Styrkur koltvísýrings hefur ekki verið hærri í því í hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir ára. Vísir/AFP Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun. Loftslagsmál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar jókst helmingi meira í fyrra en hann hefur gert að meðaltali síðasta áratuginn. Vísindamenn segja að losun manna á gróðurhúsalofttegundinni auk veðurfyrirbrigðisins El niño hafi valdið því að styrkur koltvísýrings sé nú meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti 800.000 ár. Samkvæmt tölum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) náði styrkur koltvísýrings 403,3 hlutum af milljón (ppm) að meðaltali í fyrra. Tölurnar byggjast á athugunum sem eru gerðar í 51 landi um allan heim. „Þetta er mesta aukning sem við höfum séð á þeim þrjátíu ár sem við höfum haft þetta mælinet,“ segir Oksana Tarasova, yfirmaður lofthjúpsrannsókna WMO við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum með bruna á jarðefnaeldsneyti og breyttri landnotkun hafi aldrei verið meiri hefur hún jafnast út síðustu árin. Vísindamenn segja að El niño hafi lagt sitt af mörkum til að hækka styrkinn í fyrra. Veðurfyrirbrigðið olli þurrkum víðsvegar um heim sem takmörkuðu bindingu koltvísýrings í trjám og gróðri.Hætta á vítahring aukinnar losunar og hlýnunarSamkvæmt skýrslu WMO hefur aukningin í styrk koltvísýrings í lofthjúpnum síðustu sjötíu árin verið hundraðfalt meiri en við lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum. Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar veldur þeim hnattrænu loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Tarasova segir að þær breytingar komi til með að eiga sér stað hratt. Fornloftslagsfræðingar telja að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið eins mikill á jörðinni síðan á miðju plíósentímabilinu, fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var meðalhiti jarðar 2-3°C hærri og sjávarstaðan 10-20 metrum hærri vegna bráðunar íss á Grænlandi og Vestur-Suðurskautslandinu. Sérstakar áhyggjur hafa vísindamenn af því að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar metans jókst óvenjumikið í fyrra, sérstaklega í hitabeltinu og heittempraða beltinu. Sú losun kemur ekki frá beinum athöfnum manna. Óttast vísindamenn að metanlosunin sé náttúruleg svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið. Þannig gæti hún orðið að vítahring þar sem aukin hlýnun veldur meiri náttúrulegri losun gróðurhúsalofttegunda sem aftur veldur meiri hlýnun.
Loftslagsmál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira