Liðsmenn Pittsburg Steelers í NFL farnir að minna á ÍBV og Stjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 15:00 Leikmenn Pittsburg Steelers fagna í gær. Vísir/Getty Eyjamenn slógu í gegn með frumleg fögn á tíunda áratugnum og fögn Stjörnumanna urðu hreinlega heimsfræg. Nú eru lið í NFL-deildinni farin að slá í gegn með frumleg fögn. Liðsmenn Pittsburg Steelers fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í NFL-deild ameríska fótboltans í gær þegar liðið vann Detroit Lions á útivelli. Leikurinn var svokallaður Sunnudagskvöldsleikur í NFL-deildinni og fær alla athygli fótboltaáhugamanna í Bandaríkjunum því enginn leikur er á sama tíma. Um síðustu helgi fögnuðu leikmenn Pittsburg Steelers með því að fara í feluleik en að þessu sinni buðu þeir upp á bekkpressuæfingu eins og sjá má hér fyrir neðan.Spot me, bro pic.twitter.com/QdWTbqweBb — Deadspin (@Deadspin) October 30, 2017 Reglur um fagnaðarlæti leikmanna eftir snertimörk voru rýmkaðar fyrir þetta tímabil og því leyfist leikmönnum aðeins meira svo framarlega sem þeir brjóta engin velsæmismörk. Liðsmenn Pittsburg Steelers hafa nýtt sér þetta og út úr því hafa komið mörg fyndin og frumleg fögn. Þessi fögn virðast líka hafa rifið upp stemmninguna innan liðsins og síðustu þrír sigurleikir hafa breytt mikið stöðu liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Pittsburg Steelers er þó ekki eina félagið sem nýtti sér þessa reglubreytingu því Philadelphia Eagles liðið bauð líka upp á öðruvísi fagn eins og sjá má hér fyrir neðan.Eagles mime baseball again with hit-by-pitch TD celebration: https://t.co/0L8SOPGFgRpic.twitter.com/UhKAf2mnrl — Deadspin (@Deadspin) October 29, 2017 NFL Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Eyjamenn slógu í gegn með frumleg fögn á tíunda áratugnum og fögn Stjörnumanna urðu hreinlega heimsfræg. Nú eru lið í NFL-deildinni farin að slá í gegn með frumleg fögn. Liðsmenn Pittsburg Steelers fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í NFL-deild ameríska fótboltans í gær þegar liðið vann Detroit Lions á útivelli. Leikurinn var svokallaður Sunnudagskvöldsleikur í NFL-deildinni og fær alla athygli fótboltaáhugamanna í Bandaríkjunum því enginn leikur er á sama tíma. Um síðustu helgi fögnuðu leikmenn Pittsburg Steelers með því að fara í feluleik en að þessu sinni buðu þeir upp á bekkpressuæfingu eins og sjá má hér fyrir neðan.Spot me, bro pic.twitter.com/QdWTbqweBb — Deadspin (@Deadspin) October 30, 2017 Reglur um fagnaðarlæti leikmanna eftir snertimörk voru rýmkaðar fyrir þetta tímabil og því leyfist leikmönnum aðeins meira svo framarlega sem þeir brjóta engin velsæmismörk. Liðsmenn Pittsburg Steelers hafa nýtt sér þetta og út úr því hafa komið mörg fyndin og frumleg fögn. Þessi fögn virðast líka hafa rifið upp stemmninguna innan liðsins og síðustu þrír sigurleikir hafa breytt mikið stöðu liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Pittsburg Steelers er þó ekki eina félagið sem nýtti sér þessa reglubreytingu því Philadelphia Eagles liðið bauð líka upp á öðruvísi fagn eins og sjá má hér fyrir neðan.Eagles mime baseball again with hit-by-pitch TD celebration: https://t.co/0L8SOPGFgRpic.twitter.com/UhKAf2mnrl — Deadspin (@Deadspin) October 29, 2017
NFL Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira