Mikið framboð af dýrum lúxusíbúðum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. nóvember 2017 20:00 Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes. Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes.
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira