Erlent

Þriggja ára fangelsi fyrir að sparka konu niður stiga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn sparkaði í hrygg konunnar þannig að hún flaug fram fyrir sig niður stigann.
Maðurinn sparkaði í hrygg konunnar þannig að hún flaug fram fyrir sig niður stigann. Skáskot
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sparka konu niður stiga í október síðastliðnum.

Árásin átti sér stað í neðanjarðarlestarstöðinni við Hermannstraße í Berlín og vakti töluverða athygli ytra.

Á upptöku úr öryggismyndavél má sjá hvernig maðurinn, Svetoslav S., sparkar í hrygg konunnar þegar hún labbar niður stigann. Við það þeytist hún fram fyrir sig og lendir á andlitinu á neðstu þrepunum. Árásarmaðurinn og konan þekktust ekki og var árásin með öllu tilefnislaus.

Þýska lögreglan leitaði aðstoðar almennings við að hafa upp á manninum og var hann handtekinn um tveimur mánuðum eftir árásina.



Berliner Zeitung greinir frá því að maðurinn hafi verið dæmdur í 2 ára og 11 mánaða fangelsi fyrir sparkið.

Maðurinn játaði brot sitt en sagðist ekki muna eftir því enda hafi hann verið undir áhrifum áfengis, kannabis, kókaíns og metamfetamíns.

Hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins fyrr en lögreglan gerði myndbandsupptökuna opinbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×