Erlent

Fjögur börn og maður stungin til bana á heimili þeirra

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimmta barnið var flutt á sjúkrahús með stungusár, en öll voru þau stungin.
Fimmta barnið var flutt á sjúkrahús með stungusár, en öll voru þau stungin. Mynd/Lögreglan í Gwinnettsýslu
Fjögur börn og maður fundust látin á heimili þeirra í bænum Loganville í Bandaríkjunum. Bærinn er skammt frá Atlanta í Georgíuríki. Fimmta barnið var flutt á sjúkrahús með stungusár, en öll voru þau stungin. Móðir barnanna er í haldi lögreglu.

Lögreglan telur að móðirin hafi myrt fjölskyldu sína, ekki liggur fyrir hvort að maðurinn hafi verið líffræðilegur faðir barnanna. Þó er vitað að þau bjuggu öll saman. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur hún enn sem komið er ekki verið ákærð og standa yfirheyrslur yfir.

Börnin voru öll undir tíu ára aldri og maðurinn á fertugsaldri.

Lögreglan segisr að kona hafi hringt í Neyðarlínuna frá vettvangi morðanna. Þeir hafa ekki sagt hvort að það hafi verið móðirinn sem er í haldi sem hringdi.

Tilefni morðanna liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögregla hefur þó gefið út að talið er að allir sem komi að málinu sé í haldi, svo samfélagið óttist ekki að morðingi gangi laus.

Nágrannar fjölskyldunnar sögðu héraðsmiðlinum WSBTV að móðirinn hefði mögulega verið í húsinu í allt að sólarhring eftir að morðin voru framin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×