Erlent

Var hótað lífláti og nauðgun fyrir að pissa á bandaríska fánann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekki brot á bandarískum lögum að svívirða bandaríska fánann þar sem réttur þegnanna til tjáningarfrelsis er svo ríkur.
Það er ekki brot á bandarískum lögum að svívirða bandaríska fánann þar sem réttur þegnanna til tjáningarfrelsis er svo ríkur. vísir/getty
Bandarísk kona, Emily Lance, sem deildi myndbandi af sjálfri sér að pissa á bandaríska fánann á sjálfan þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, hefur beðið netverja um að hætta að ráðast gegn fjölskyldu hennar sem styðji alls ekki gjörðir hennar.

Sjálf kveðst hún hafa fengið líflátshótanir og hótanir um að henni yrði nauðgað fyrir að pissa á fánann en myndbandinu deildi Lance á Facebook-síðu sinni sem er reyndar ekki lengur virk.

Í frétt BBC um málið segir að það sé ekki ólöglegt að svívirða bandaríska fánans þar sem réttur þegnanna til tjáningarfrelsis er svo ríkur.

Í myndbandinu sem Lance deildi stendur við klósett og pissar yfir fánann þar sem hann liggur yfir klósettskálinni. Til að hún geti pissað standandi notar hún ákveðið tól sem gerir konum kleift að pissa þannig.

Með færslunni skrifaði hún skilaboð þar sem sagði:

„Skítt með þjóðernishyggjuna þína. Skítt með landið þitt. Skítt með þennan heimska fána þinn.“

Í kjölfarið réðust netverjar gegn henni og fjölskyldu hennar eins og áður segir en Lance sagði að með því að beini reiðinni að fjölskyldunni væru viðkomandi að taka reiðina út á röngum manneskjum.

Þá sagði að hún að þeir sem gagnrýndu hana væru að fagna frelsinu en á sama tíma að ráðast að henni fyrir að tjá sig og vega þannig að hennar frelsi.

„Þið getið ekki gert bæði,“ sagði Lance.

Myndbandið sem hún deildi má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×