Enski boltinn

Man Utd tilbúið að borga metfé fyrir Lukaku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár.
Lukaku hefur skorað mikið fyrir Everton undanfarin ár. vísir/getty
Manchester United er tilbúið að borga metfé fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku hjá Everton.

Flest virtist benda til þess að Lukaku væri aftur á leið til Chelsea en United kom bakdyramegin inn í baráttuna um þennan öfluga framherja sem hefur skorað grimmt fyrir Everton undanfarin ár.

José Mourinho, knattspyrnustjóri United, seldi Lukaku frá Chelsea til Everton fyrir þremur árum. Nú er hann tilbúinn að fá hann á Old Trafford hvað sem það kostar.

Wayne Rooney, fyrirliði United, gæti hins vegar verið á leið til Everton á nýjan leik. United keypti Rooney frá Everton á 27 milljónir punda árið 2004.

Óvíst er hvort United muni borga upp samning Rooneys og leyfa honum að fara á frjálsri sölu eða hann fari á láni til Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×