Ráðast gegn losun koltvísýrings með hlutafjáraukningu upp á 1,5 milljarð Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 14:17 CRI er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki. carbon recycling international Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins. Umhverfismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins.
Umhverfismál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira