Ráðast gegn losun koltvísýrings með hlutafjáraukningu upp á 1,5 milljarð Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 14:17 CRI er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki. carbon recycling international Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins. Umhverfismál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gefið það út að það leggist í stóraukna öflun hlutafjár á næsta ári. Stefnan er að auka féð um 1,5 milljarð til að fjárfesta beint í nýjum verksmiðjuverkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Megináhersla í starfsemi CRI á næstu árum er að mæta spurn eftir lausnum til að draga úr losun koltvísýrings og nýta strandað vetni eða raforku til framleiðslu á metanóli í Evrópu og Kína. Það er markmið félagsins að verksmiðjur byggðar á tækni þess endurnýti a.m.k. 750.000 tonn af koltvísýringi árlega árið 2021. Það yrði veglegt lóð á vogarskálarnar, þar sem leita þarf stórtækra lausna til þess að draga úr losun og notkun á jarðefnaeldsneyti á komandi áratug,“ segir í fréttatilkynningunni. Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI, segir rekstur þeirra verksmiðja sem nýta sér tæknilausn CRI arðbæran. „Bygging og rekstur þeirra verksmiðja, sem nýta tæknilausn CRI, er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk, og því góð fjárfesting. Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum er á þá vegu að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru eða skattlagningu og kvaðir fyrir þá sem menga.“Líta björtum augum til framtíðarHún segir horfur fyrirtækisins góðar. „Endurnýting koltvísýrings til þess að draga úr olíunotkun er hluti þeirra aðgerða sem alþjóðasamfélagið þarf að leggja áherslu á til að sporna gegn hröðum loftslagsbreytingum. Við höldum því ótrauð áfram að leiða veginn til grænni framtíðar, með einstaka þekkingu okkar og reynslu að leiðarljósi.“ Verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012. Verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem umbreytir koltvísýringi sem losaður er í andrúmsloftið og vetni sem unnið er með rafgreiningu vatns í metanól sem hægt er að nota sem fljótandi kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfisvænni neytendavörur, svo sem plastefni, málningu og húsgögn. CRI var á lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu og nemur aukning veltu þess 440 prósentum á síðustu fjórum árum. Í dag er CRI að setja upp tvær nýjar verksmiðjur í Evrópu, byggðar á tækni- og þekkingu fyrirtækisins.
Umhverfismál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira