Euro Market viðriðið glæpahringinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2017 04:00 Karl Steinar Valsson og Grímur Grímsson báru saman bækur sínar áður en blaðamannafundurinn hófst í gær. vísir/ernir Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11