Eiga nú 95 prósent hlut í Domino's á Íslandi Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 12:18 Bretar eiga nú 95,3 prósent hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi. Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi.
Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00