„Þetta er áríðandi mál og á dagskránni að hitta Mývetninga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um fyrstu skref varðandi vanda Mývetninga í fráveitumálum. Guðmundur þekkir fráveituvanda Mývetninga vel úr starfi sínu hjá Landvernd en samtökin hafa þrýst á aðgerðir vegna áhrifa atvinnustarfsemi í kringum vatnið á lífríki þess.
Fyrstu verkefni ráðherrans verða að koma í gang vinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stofnun Loftslagsráðs sem mun vinna að gerð vegvísis fyrir kolefnislaust Ísland 2040 og koma í gang átaki í friðlýsingum.
Ráðherra hittir Mývetninga
Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
