Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 12:45 Fjarreikistjarnan LHS 1140b ásamt móðurstjörnu sinni á teikningu listamanns ESO. Teikning/ESO/spaceengine.org Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49