Erlent

Macron hafnar orðrómi um framhjáhald

atli ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. Vísir/AFP
Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron hafnaði í gærkvöldi orðrómi um að hann haldi framhjá eiginkonu sinni og eigi í ástarsambandi við karlmann. Reuters greinir frá þessu.

Macron þykir nú líklegastur til að verða næsti forseti Frakklandi en forsetakosningar fara fram í landnu í vor.

„Ef mönnum er sagt að ég lifi tvöföldu lífi og eigi í sambandi við herra Gallet þá er það sökum þess að heilmyndin (e. hologram) mín hefur sloppið,“ sagði Macron í gær.

Mathieu Gallet er framkvæmdastjóri hjá Radio France.

Macron er fyrrverandi efnahagsmálaráðherra og bankamaður og er kvæntur Brigitte Trogneux. Hann segir nú vonast til að geta haldið kosningabaráttunni áfram.

Kosningabaráttan í Frakklandi hefur verið afskaplega forug til þessa. Þannig hafa spjótin mest beinst að frambjóðenda Repúblikana, Francois Fillon, sem er sakaður um að hafa ráðið eiginkonu sína og börn sem aðstoðarmenn sína og þau fengið greitt úr opinberum sjóðum án þess að skila eðlilegu vinnuframlagi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×