Enski boltinn

Blöðin eru að ljúga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger og Sanchez á æfingu í dag.
Wenger og Sanchez á æfingu í dag. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekkert til í þeim fréttum að Alexis Sanchez hafi lent í hávaðarifrildi við liðsfélaga sína á æfingu.

Í morgun var það sögð vera aðalástæðan fyrir því að Sanchez var ekki í byrjunarliði Arsenal gegn Liverpool um nýliðna helgi.

„Ég veit ekki til þess að nokkuð slíkt hafi gerst,“ sagði Wenger á blaðamannafundi nú upp úr hádegi.

„Ég útskýrði það eftir leikinn að þetta hefði verið taktísk ákvörðun. Sanchez er að gera sitt besta fyrir Arsenal og stundum eru læti í honum en þannig hefur það oft verið í sögu þessa félags.“

Wenger segir að samband sitt við Sanchez sé í fínu lagi og ekkert út á það að setja.

„Ég skil að þið þurfið að fylla blaðsíður en þessar fréttir eru ósannar með öllu.“


Tengdar fréttir

Wenger og Sanchez heilsuðust

Það telst iðulega ekki til mikilli tíðinda er menn heilsast en það var talsverð frétt í handabandi á æfingu Arsenal í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×