Fótbolti

Stelpurnar mæta Kína í leik um 9. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir skorar alltaf á móti Kína.
Fanndís Friðriksdóttir skorar alltaf á móti Kína. vísir/epa
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því kínverska í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu á miðvikudaginn. Þetta lá fyrir eftir að leikjunum í A-riðli lauk í kvöld.

Ísland fékk tvö stig í B-riðli og var með lakasta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna þriggja.

Kínverjar fengu eitt stig í C-riðli og voru með bestan árangur liðanna í 4. sæti riðlanna.

Þetta er í áttunda sinn sem Ísland og Kína mætast, og í sjöunda sinn á Algarve-mótinu.

Ísland og Kína mættust síðast í Sincere bikarnum í Yongchuan í Kína 20. október í fyrra. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins en sú fyrrnefnda hefur verið dugleg að skora gegn Kína í gegnum tíðina.

Ísland hefur unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Kína. Kínverjar hafa tvisvar sinnum unnið og einu sinni hefur orðið jafntefli.

Spánn, sem Ísland gerði markalaust jafntefli við í dag, mætir Kanada í úrslitaleiknum á Algarve-mótinu á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán

Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik.

Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk

Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×