Enski boltinn

Búið að kæra Zlatan og Mings

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan og Mings takast á.
Zlatan og Mings takast á. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Man. Utd, og Tyrone Mings, leikmaður Bournemouth, gætu átt yfir höfði sér leikbann.

Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra þá fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik liðanna um síðustu helgi.

Zlatan er kærður fyrir að setja olnbogann í Mings en hann var þá líklega að hefna sín eftir að Mings hafði traðkað á andliti hans fyrr í leiknum.

Þeir gætu báðir fengið þriggja leikja bann fyrir sína hegðun.

Zlatan myndi þá missa af bikarleiknum gegn Chelsea og deildarleikjum gegn Middlesbrough og WBA.


Tengdar fréttir

Carragher: Mings átti höggið skilið

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að Tyrone Mings hafi átti olnbogaskotið sem Zlatan Ibrahimovic gaf honum í 1-1 jafntefli Manchester United og Bournemouth skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×