Enski boltinn

Hazard og Costa á skotskónum þegar Chelsea náði 10 stiga forskoti á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir á 25. mínútu.
Eden Hazard fagnar eftir að hafa komið Chelsea yfir á 25. mínútu. vísir/getty
Chelsea endurheimti 10 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-2 sigri á West Ham United í Lundúnaslag í kvöld.

Eden Hazard kom Chelsea yfir á 25. mínútu þegar hann batt endahnútinn á laglega skyndisókn. Þetta var tíunda mark Belgans á tímabilinu.

Staðan var 0-1 í hálfleik en á 50. mínútu jók Diego Costa muninn í tvö mörk þegar hann skoraði af stuttu færi.

Costa er nú kominn með 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Harry Kane (19) og Romelu Lukaku (18) hafa skorað fleiri.

Manuel Lanzini minnkaði muninn í uppbótartíma en það var of lítið og of seint. Lokatölur 1-2, Chelsea í vil.

West Ham er í 11. sæti deildarinnar með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×