Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2017 20:30 Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15