Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 14:00 Freyr og Davíð Snorri eru ekki í knattspyrnuskólanum lengur. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05