Enski boltinn

CIty skorar mest í beinni útsendingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchester City hefur skorað 16 mörk á tímabilinu
Manchester City hefur skorað 16 mörk á tímabilinu vísir/getty
Manchester City skorar flest mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni þegar leikir þeirra eru sýndir í beinni útsendingu á Englandi.

Fyrirtækið MoneySuperMarket hefur tekið saman markaskorun liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar leikir þeirra eru í beinni útsendingu. Samantektin var gerð á gögnum frá 2015-2017 og úr leikjum í öllum keppnum.

Manchester City hefur skorað 386 mörk í 193 leikjum í beinni útsendingu, eða 1,99 mark í hverjum leik. Næst á eftir þeim koma Chelsea með 363 mörk í 193 leikjum, 1,88 mark í hverjum leik.

Stoke City hafa aðeins skorað 0.94 mörk í hverjum leik, eða 46 mörk í 49 leikjum. Næst neðstir eru svo nýliðarnir í úrvalsdeildinni, Huddersfield Town, með 26 mörk í 25 leikjum, eða 1,04 mark í leik. 

Manchester United fær mestan sjónvarpstíma allra liða, með að meðaltali 40 leiki í beinni útsendingu á hverri leiktíð. Fast á eftir þeim kemur Arsenal með 38 leiki að meðaltali.

Huddersfield Town fær minnstan tíma í beinni útsendingu, minna en 5 leiki að meðaltali, enda var liðið í 1.deildinni mestan hluta tímabils samantektarinnar.

Meðalfjöldi leikja í beinni útsendingu á einu tímabiliMoneySuperMarket
Mörk skoruð og mörk fengin á sig í leikjum í beinni útsendingu á árunum 2015-17MoneySuperMarket
Fjöldi leikja í beinni útsendingu frá 2015-2017MoneySuperMarket



Fleiri fréttir

Sjá meira


×