Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2017 07:00 Íbúð Róberts Wessman er miðsvæðis á Manhattan og þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Íbúðin kostaði meira en þrjá milljarða króna. Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Vilhelm Róbert Wessman, stofnandi Alvogen, keypti íbúð á Manhattan um miðjan desember. Gögn sem Fréttablaðið hefur um söluna og lán henni tengt sýna að kaupverðið var 29 milljónir Bandaríkjadala. Það samsvarar 3,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi krónunnar þann dag sem viðskiptin fóru fram, 15. desember síðastliðinn. Íbúðin er á 432 Park Avenue í New York. Samkvæmt söluyfirliti er hún 373 fermetrar að stærð. Á gólfum er eikarparket og af myndunum hér að neðan að dæma eru innréttingarnar hinar glæsilegustu. Komið er inn í stórt anddyri og við tekur glæsileg setustofa og borðstofa. Íbúðin er í 96 hæða húsi, sem byggt var árið 2015. Þaðan er gott útsýni yfir Central Park. Róbert keypti íbúðina í gegnum einkahlutafélag sem hann á 100 prósenta hlut í. Af lánsskjölum að dæma hefur hann tekið 14,5 milljóna dala veðlán fyrir íbúðinni. Það er andvirði 1,6 milljarða króna miðað við gengi krónunnar í desember.Róbert WessmanSvo virðist sem engin önnur lán hvíli á eigninni, sem bendir til þess að Róbert hafi reitt fram jafnvirði 1,7 milljarða króna í greiðslu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Árið 2009 sagði fasteignablað New York Times frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, hefðu sett íbúð sína við Gramercy Park North í New York á sölu. Ásett verð var 25 milljónir dala, eða um 3 milljarðar króna. Róbert Wessman var forstjóri Actavis áður en leiðir skildi með honum og Björgólfi Thor Björgólfssyni í viðskiptum og Róbert stofnaði Alvogen. Hann er forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins í dag. Á vefsíðu Alvogen segir að hann hafi á einungis sex árum byggt Alvogen frá því að vera lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum upp í að verða á meðal 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins, með starfsemi í 35 löndum. Róbert var kvæntur kvæntur Sigríði Ýri Jensdóttur lækni um árabil, en Séð og heyrt greindi frá því í byrjun árs að hann væri skilinn við eiginkonu sína. Eldhúsið ekki amalegt og gott útsýni út um gluggann.Fínasta setustofa fyrir lestrarhesta og stór gluggi sem stendur fyrir sínu.Hér er hægt að fara í bað, já eða sturtu. Allt eftir því hvernig skapi maður er í. Já, og gluggi!Engin hætta á að maður reki kjuðana í vegginn í þessu rými. Nóg pláss og Jimmy White örugglega til í að koma í heimsókn og taka leik.Líkamsræktaraðstaðan í húsinu virðist snyrtileg og fín.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01 Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Jón Ásgeir keypti lúxúsíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, keypti nýverið tveggja hæða íbúð á efstu hæð í lúxusíbúðabyggingunni “Gramercy Park North” í New York en New York Post greinir frá þessu í dag. 24. apríl 2007 15:01
Jón Ásgeir selur lúxusíbúð í New York Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir hafa ákveðið setja lúxusíbúð þeirra á Manhattan í New York á sölu. Þau vilja frá 25 milljónir dollara eða 3 milljarða króna fyrir íbúðina, samkvæmt The New York Times. 14. febrúar 2009 10:49