Lífið

Fordæmalaus samkeppni bíður Undir trénu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.
Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum. Vísir/Getty
Bandaríska kvikmyndaakademían vegur nú og metur framlög 92 landa sem öll gera tilkall til Óskarsverðlaunanna í flokki erlendra kvikmynda á hátíðinni næsta vor. Þetta er mesti fjöldi sem nokkurn tímann hefur skráð sig til leiks í flokknum sem verða að teljast miður góðar fréttir fyrir Hafstein Sigurðsson og kvikmynd hans Undir trénu, framlag Íslands í ár.

Sex lönd eru að taka þátt í fyrsta sinn; Haítí, Hondúras, Laos, Mósambík, Senegal og Sýrland.

Talið er að akademían hefji hámhorfið í næstu viku og búist er við að tilnefningarnar í flokknum liggi fyrir í desember. Tilnefningarnar verða alls níu talsins; sex byggðar á einkunnagjöf sjálfboðaliða og þrjár valdar af nefnd.

Að mati Los Angeles Times verður Undir trénu ekki ein af þessum níu kvikmyndum. Tímaritið metur það sem svo að baráttan verði einna helst á milli kvikmyndanna The Square, Foxtrot, Loveless, BPM, A Fantastic Woman og First They Killed My Father.

Listann yfir öll framlögin 92 má nálgast með því að smella hér.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×