Innlent

Lést í bruna um helgina en fannst á mánudaginn

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Maður á áttræðisaldri sem lést í eldsvoða í fjölbýli á  Laugarnesvegi 60 í Reykjavík síðastliðinn laugardag fannst ekki fyrr en á mánudaginn.
Maður á áttræðisaldri sem lést í eldsvoða í fjölbýli á Laugarnesvegi 60 í Reykjavík síðastliðinn laugardag fannst ekki fyrr en á mánudaginn. Vísir/Eyþór
Maður á áttræðisaldri sem lést í eldsvoða í fjölbýli á  Laugarnesvegi 60 í Reykjavík síðastliðinn laugardag fannst ekki fyrr en á mánudaginn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið nú til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur kennslanefnd ríkislögreglustjóra líkið nú til rannsóknar. Sömu heimildir herma að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Eins og áður segir leið nokkur tími frá eldsupptökum og þangað til að maðurinn fannst látinn. Líkið hafði legið óhreyft í að minnsta kosti sólarhring áður en það uppgötvaðist. Talið er að eldurinn hafi blossað upp og síðan koðnað niður fljótlega. Af þeim sökum hafi engin tilkynning borist Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið ræddi við íbúa í fjölbýlinu sem sagðist ekki hafa orðið neins var um helgina. Það var ekki fyrr en á mánudaginn, þegar lögregla var komin á staðinn, sem í ljós kom að nágranni hans væri látinn.  Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru mál sem þessi, þar sem einstaklingur lætur lífið í eldi sem koðnar svo niður af sjálfum sér, afar sjaldgæf. Aðkoma slökkviliðsins að rannsókn málsins er takmörkuð og er hún nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eins og áður segir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×