Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2017 06:00 Ekki eru allir Katalónar á því að sjálfstæði sé góð hugmynd. Mótmælendur veifuðu spænskum fánum í Barcelona í gær. Nordicphotos/AFP Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira