„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2017 22:37 Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, ávarpar flokksmenn sína á kosningavöku í kvöld. Flokkurinn fékk sína verstu kosningu í þingkosningum í 16 ár. vísir/epa Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkur landsins en tapar þó miklu fylgi frá því í seinustu kosningum og fer undir 30 prósentin, er með 27,4 prósent þegar þetta er skrifað. Er það versta kosning flokksins síðan árið 2001 samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins, NRK. Þegar talin höfðu verið um 95,1 prósent atkvæða um klukkan 6 í morgun fær hægri blokkin 89 þingmenn en vinstri blokkin 80 þingmenn. Alls eru 169 þingsæti á norska þinginu. Hægriflokkur Solberg er næststærsti flokkurinn með um 25,1 prósent atkvæða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að mesta spennan sé í raun á botninum, það er hvaða litlu flokkar rjúfi fjögurra prósenta múrinn og fái þá uppbótarþingmenn með kjördæmakjörna þingmanninum. Það gæti haft áhrif á hvernig sætin raðast þó að hann segi það ólíklegt að vinstri menn nái meirihluta á þinginu. Þá bíði Verkamannaflokkurinn afhroð. „Þetta er ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn að fara undir 30 prósent og þetta langt undir að því er virðist.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að svo virðist sem samfélagsleg staða formanns Verkamannaflokksins hafi haft áhrif í kosningunum. vísir/EyþórVeik staða formannsins sem tilheyrir norsku elítunni Aðspurður um stöðu formanns flokksins, Jonas Gahr Støre, segir Eiríkur að hún sé auðvitað veik. Skömmu fyrir kosningarnar voru þó teikn á lofti um að svona gæti farið fyrir flokknum þar sem á seinustu metrum kosningabaráttunnar var mikið rætt um Støre og þá staðreynd að hann er einn ríkasti maður Noregs. „Þetta er eiginlega þannig að það er aðalsmaður að leiða flokk almúgans, auðvitað í óeiginlegri merkingu, en hann er í efsta lagi auðvalds elítu Noregs og það kannski bara vekur upp ákveðnar spurningar um hvaða ásýnd það gefi flokknum,“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Hann virðist einkar vandaður maður sem varla má vamm sitt vita svo þetta hefur ekkert endilega með persónu hans að gera eða þá pólitík sem hann stundar. Það virðist þó hafa setið í sumum að hann sé nú kannski sjálfur dálítið langt frá því fólki sem hann á að vera fulltrúi fyrir.“ Umræðan um hann hafi farið af stað á lokametrum baráttunnar, hún hafi verið hávær og snúist mikið um að það væri mótsagnakennt að hann væri í forsvari fyrir Verkamannaflokkinn. Þá vilji margir meina að umræðan í garð Støre hafi verið óvægin. „Það virðist hafa haft ákveðin áhrif,“ segir Eiríkur.Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og meðlimur Framfaraflokksins, er hér ásamt dómsmálaráðherranum Anders Anundsen. Hún er talin hafa bjargað kosningabaráttunni fyrir flokkinn sinn með því að spila útlendingakortinu.vísir/epaFramfaraflokkurinn bjargaði kosningabaráttunni með útlendingakortinu Hann segir að Erna Solberg megi vel við una miðað við aðstæður. Flokkur hennar tapi vissulega fylgi en ekki eins miklu og stjórnarflokkar stundum gera. Þá hafi samstarfsflokkur Hægriflokksins í ríkisstjórn, Framfaraflokkurinn, „bjargað kosningabaráttunni með því að spila útlendingakortinu“ eins og Eiríkur orðar það og vísar þá í orð Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, sem varaði Norðmenn við því að landið tæki upp svipaða stefnu í innflytjendamálum og nágrannaríkið Svíþjóð. Slík taktík hjá þeim flokki ætti þó ekki að koma á óvart þar sem hann talar fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum. Listhaug fór meðal annars í ferð til Svíþjóðar í kosningabaráttunni og heimsótti úthverfi í Malmö, Gautaborg og Stokkhólmi. Hélt hún því í kjölfarið fram að það væru um 60 hverfi í borgum Svíþjóðar sem væru skilgreind sem svokölluð „no-go zones,“ það er svæði þangað sem lögreglan treystir sér ekki til að fara inn í. Sænska lögreglan sagði þetta af og frá en viðurkenndi fúslega að það væru vandræði með ungmennagengi í ákveðnum úthverfum ýmissa borga. Þá sagði lögreglan í Malmö að flestir þeirra sem þar kæmust í kast við lögin væru fæddir í Svíþjóð en ekki flóttamenn eða hælisleitendur sem væru nýkomnir til landsins. Myndin sem Listhaug dró hins vegar upp fyrir Norðmönnum í kosningabaráttunni var hins vegar sú að Svíar væru í miklum vandræðum vegna þess mikla fjölda af flóttamönnum og hælisleitendum sem þeir hafa tekið á móti undanfarin ár. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Norski Framfaraflokkurinn bætir við sig fylgi Yrðu úrslit kosninganna í takt við nýja könnun NRK myndu borgaralegu flokkarnir naumlega halda meirihluta sínum á norska þinginu. 6. september 2017 10:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkur landsins en tapar þó miklu fylgi frá því í seinustu kosningum og fer undir 30 prósentin, er með 27,4 prósent þegar þetta er skrifað. Er það versta kosning flokksins síðan árið 2001 samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins, NRK. Þegar talin höfðu verið um 95,1 prósent atkvæða um klukkan 6 í morgun fær hægri blokkin 89 þingmenn en vinstri blokkin 80 þingmenn. Alls eru 169 þingsæti á norska þinginu. Hægriflokkur Solberg er næststærsti flokkurinn með um 25,1 prósent atkvæða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að mesta spennan sé í raun á botninum, það er hvaða litlu flokkar rjúfi fjögurra prósenta múrinn og fái þá uppbótarþingmenn með kjördæmakjörna þingmanninum. Það gæti haft áhrif á hvernig sætin raðast þó að hann segi það ólíklegt að vinstri menn nái meirihluta á þinginu. Þá bíði Verkamannaflokkurinn afhroð. „Þetta er ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn að fara undir 30 prósent og þetta langt undir að því er virðist.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að svo virðist sem samfélagsleg staða formanns Verkamannaflokksins hafi haft áhrif í kosningunum. vísir/EyþórVeik staða formannsins sem tilheyrir norsku elítunni Aðspurður um stöðu formanns flokksins, Jonas Gahr Støre, segir Eiríkur að hún sé auðvitað veik. Skömmu fyrir kosningarnar voru þó teikn á lofti um að svona gæti farið fyrir flokknum þar sem á seinustu metrum kosningabaráttunnar var mikið rætt um Støre og þá staðreynd að hann er einn ríkasti maður Noregs. „Þetta er eiginlega þannig að það er aðalsmaður að leiða flokk almúgans, auðvitað í óeiginlegri merkingu, en hann er í efsta lagi auðvalds elítu Noregs og það kannski bara vekur upp ákveðnar spurningar um hvaða ásýnd það gefi flokknum,“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Hann virðist einkar vandaður maður sem varla má vamm sitt vita svo þetta hefur ekkert endilega með persónu hans að gera eða þá pólitík sem hann stundar. Það virðist þó hafa setið í sumum að hann sé nú kannski sjálfur dálítið langt frá því fólki sem hann á að vera fulltrúi fyrir.“ Umræðan um hann hafi farið af stað á lokametrum baráttunnar, hún hafi verið hávær og snúist mikið um að það væri mótsagnakennt að hann væri í forsvari fyrir Verkamannaflokkinn. Þá vilji margir meina að umræðan í garð Støre hafi verið óvægin. „Það virðist hafa haft ákveðin áhrif,“ segir Eiríkur.Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála og meðlimur Framfaraflokksins, er hér ásamt dómsmálaráðherranum Anders Anundsen. Hún er talin hafa bjargað kosningabaráttunni fyrir flokkinn sinn með því að spila útlendingakortinu.vísir/epaFramfaraflokkurinn bjargaði kosningabaráttunni með útlendingakortinu Hann segir að Erna Solberg megi vel við una miðað við aðstæður. Flokkur hennar tapi vissulega fylgi en ekki eins miklu og stjórnarflokkar stundum gera. Þá hafi samstarfsflokkur Hægriflokksins í ríkisstjórn, Framfaraflokkurinn, „bjargað kosningabaráttunni með því að spila útlendingakortinu“ eins og Eiríkur orðar það og vísar þá í orð Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála, sem varaði Norðmenn við því að landið tæki upp svipaða stefnu í innflytjendamálum og nágrannaríkið Svíþjóð. Slík taktík hjá þeim flokki ætti þó ekki að koma á óvart þar sem hann talar fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum. Listhaug fór meðal annars í ferð til Svíþjóðar í kosningabaráttunni og heimsótti úthverfi í Malmö, Gautaborg og Stokkhólmi. Hélt hún því í kjölfarið fram að það væru um 60 hverfi í borgum Svíþjóðar sem væru skilgreind sem svokölluð „no-go zones,“ það er svæði þangað sem lögreglan treystir sér ekki til að fara inn í. Sænska lögreglan sagði þetta af og frá en viðurkenndi fúslega að það væru vandræði með ungmennagengi í ákveðnum úthverfum ýmissa borga. Þá sagði lögreglan í Malmö að flestir þeirra sem þar kæmust í kast við lögin væru fæddir í Svíþjóð en ekki flóttamenn eða hælisleitendur sem væru nýkomnir til landsins. Myndin sem Listhaug dró hins vegar upp fyrir Norðmönnum í kosningabaráttunni var hins vegar sú að Svíar væru í miklum vandræðum vegna þess mikla fjölda af flóttamönnum og hælisleitendum sem þeir hafa tekið á móti undanfarin ár.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Norski Framfaraflokkurinn bætir við sig fylgi Yrðu úrslit kosninganna í takt við nýja könnun NRK myndu borgaralegu flokkarnir naumlega halda meirihluta sínum á norska þinginu. 6. september 2017 10:24 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18
Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00
Norski Framfaraflokkurinn bætir við sig fylgi Yrðu úrslit kosninganna í takt við nýja könnun NRK myndu borgaralegu flokkarnir naumlega halda meirihluta sínum á norska þinginu. 6. september 2017 10:24