Enski boltinn

Lukaku orðinn markahæstur hjá Everton í sögu ensku úrvalsdeildarinnar | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku skoraði fyrra mark Everton í 3-2 tapi fyrir Tottenham í dag.

Lukaku er nú orðinn markahæsti leikmaður Everton í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Markið á White Hart Lane í dag var hans 61. fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Lukaku hefur skorað einu marki meira en skoski framherjinn Duncan Ferguson gerði á sínum tíma.

Ferguson, sem er núna hluti af þjálfaraliði Everton, skoraði mörkin sín 60 í 239 leikjum og var því með 0,25 mörk að meðaltali í leik fyrir Everton.

Lukaku er með miklu betra markahlutfall en hann er með 0,46 mörk að meðaltali leik fyrir Everton.

Lukaku hefur skorað 18 mörk í vetur og er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni á eftir Harry Kane sem hefur gert 19 mörk.

Markahæstu leikmenn Everton í ensku úrvalsdeildinni:

1. Romelu Lukaku - 61 mark

2. Duncan Ferguson - 60 mörk

3. Tim Cahill - 56 mörk

4. Kevin Campbell - 45 mörk

5. Leon Osman - 44 mörk

6. David Unsworth - 33 mörk

7. Paul Rideout - 29 mörk

8. Tony Cottee - 28 mörk

9. Kevin Mirallas - 28 mörk

10. Mikel Arteta - 27 mörk


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×