Erlent

Þýskur ferðamaður afhöfðaður af öfgamönnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn, Jurgen Kantner, ásamt eiginkonu sinni sem fannst látin eftir að Kantner hafði verið rænt.
Maðurinn, Jurgen Kantner, ásamt eiginkonu sinni sem fannst látin eftir að Kantner hafði verið rænt. Vísir/afp
Herskáir öfgamenn á Filippseyjum hafa tekið þýskan ferðamann af lífi sem var í haldi þeirra frá því á síðasta ári. AFP greinir frá.

Lík mannsins fannst í gær en hann hafði verið hálshöggvinn. Öfgamennirnir, meðlimir í hryðjuverkasamtökunum Abu Sayyaf, höfðu krafist þess að fá greitt lausnargjald fyrir ferðamanninn.

Manninum var rænt í nóvember á síðasta ári er hann var í siglingu með eiginkonu sinni. Lík hennar fannst um borð í bát hjónanna.

Eftir að frestur til þess að greiða lausnargjaldið rann út birtu öfgamennirnir myndband þar sem þeir sjást afhöfða þýska ferðamanninn.

Þýsk yfirvöld hafa fordæmt verknaðinn en hryðjuverkasamtökin Abu Sayyaf, sem lýst hafa yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS, hafa í gegnum tíðina stundað mannrán. Tóku þau tvo kanadíska ferðamenn af lífi á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×