Flokkarnir fengið tvo milljarða frá ríkinu frá 2010 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. desember 2017 08:00 Fulltrúar sex flokka telja framlög ríkisins upp á 286 milljónir ekki duga og vilja leiðréttingu. vísir/vilhelm Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á árunum 2010 til 2016 hefur ríkissjóður veitt rúmlega tvo milljarða króna í framlög til stjórnmálaflokka sem náð hafa kjöri á þing eða að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða. Fulltrúar sex stjórnmálaflokka telja að þær 286 milljónir sem flokkarnir átta á þingi áttu að fá á næsta ári séu ekki nóg og hafa óskað eftir 362 milljónum króna í viðbótarframlag á fjárlögum 2018. Fulltrúarnir sex áttu fund með fjárlaganefnd vegna þessa á dögunum en þeir telja að framlögin hafi setið eftir frá árinu 2008. Upphæðin sem flokkarnir, Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, telja að þurfi að leiðrétta er reiknuð á grunni vísitöluhækkana frá 2008 og byggir á því að framlögin verði sett á sama stað og þau voru það ár. „Staða flokka undanfarin ár hefur verið mjög þröng,“ segir Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. „Framlög hafa lækkað ár frá ári og framlagið í dag er rétt um helmingur af því sem það var árið 2008. Þetta er orðið mjög langt tímabil og á sama tíma hefur flokkum fjölgað. Þeir eru 8 á þingi nú, voru 5 árið 2008.“ Framsóknarflokkurinn var annar þeirra flokka sem koma að kröfunni sem skiluðu hagnaði á síðasta ári, eða tæpum 26 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði rúmum 6 milljónum í afgang. Aðrir flokkar sem standa að tillögunni skiluðu nokkru tapi að Miðflokknum undanskildum sem ekki varð til fyrr en í ár. En í hvað færi aukið fjármagn til flokkanna? „Hjá öllum flokkum þarf að halda úti skrifstofu, flokksstarfi og þjónustu við kjörna fulltrúa. Lýðræði byggist á því að til séu stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingis. Það er hlutur af gangverki samfélagsins að stjórnmálaflokkar geti starfað en það er orðið virkilega þungt að halda úti stjórnmálalífi,“ segir Einar Gunnar. Fréttablaðið tók saman hversu mikið ríkið hefur greitt í þessi framlög til þeirra flokka sem átt hafa rétt á greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu 2010 til 2016. Upphæðin nemur alls 2.057 milljónum króna. Eru þá ótalin framlög sveitarfélaga, einstaklinga og lögaðila á tímabilinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira