Enski boltinn

Stjóri Swansea: Þarf að fækka í leikmannahópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clement ætlar að ráðast í breytingar á leikmannahópi Swansea.
Clement ætlar að ráðast í breytingar á leikmannahópi Swansea. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, segir að það verði breytingar á leikmannahópi velska liðsins í janúarglugganum.

Clement stýrði Swansea í fyrsta sinn í gær, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Hull City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

„Það kemur enginn gámur því það eru góðir leikmenn í hópnum,“ sagði Clement eftir leikinn í gær.

„Við þurfum að vera vissir um að leikmennirnir sem við fáum séu betri en þeir sem eru fyrir og við þurfum að styrkja okkur í lykilstöðum.“

Clement viðurkenndi einnig að hann þyrfti mögulega að fækka í leikmannahópi Swansea.

„Ég held það því þú þarft að vera með viðráðanlegan fjölda leikmanna,“ sagði Clement sem stýrir Swansea í fyrsta sinn í deildarleik á laugardaginn. Svanirnir fá þá Arsenal í heimsókn. Í þarnæstu umferð á Swansea svo útileik gegn Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×