Klopp óttaðist um sína gömlu leikmenn hjá Dortmund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 10:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði miklar áhyggjur af sínum gömlu leikmönnum þegar hann frétti af sprengjunum við liðsrútu Borussia Dortmund á þriðjudagskvöldið. Jürgen Klopp var í sjö ár hjá Borussia Dortmund og fékk marga af núverandi leikmönnum til þýska liðsins. Hann þekkir því vel flesta leikmennina og allar aðstæður hjá Dortmund. „Eins og allir geta örugglega ímyndað sér að þetta var mjög erfiður tími fyrir mig. Ég get ekki talið hversu oft ég gisti á þessu hóteli á síðustu árum. Ég veit líka nákvæmlega hvernig aðstæðurnar eru á veginum og þá voru fullt af vinum mínum í rútunni,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannfundi fyrir komandi leik hjá Liverpool. „Ég reyndi um leið að afla mér upplýsinga um hvað hafði gerst. Ég hafði miklar áhyggjur og óttast um leikmennina og alla sem voru í rútunni,“ sagði Klopp. „Ég vildi samt vera að trufla þá með asnalegum spurningum svo að ég þurfti að bíða eftir fréttum eins og allur heimurinn. Það síðasta sem ég var að hugsa um á þeirri stundu var leikurinn,“ sagði Klopp. „Ég horfði á leikinn í gærkvöldi og ég skil hundrað prósent af hverju hann var spilaður daginn eftir. Það er virkilega, virkilega erfitt að finna dagsetningu inn á þessari þéttu leikjadagskrá en allir hefðu örugglega skilið það ef leikmenn Dortmund hefði ekki viljað spila leikinn,“ sagði Klopp. „Ég var samt virkilega stoltur af Dortmund, hvernig þeir brugðust við og hvernig þeir bjuggu til þetta andrúmsloft. Leikurinn var ekki mikilvægur í þessu samhengi en þeir gerðu sitt besta,“ sagði Klopp. „Ég sá það samt í augum minna gömlu leikmanna eftir leikinn að þeir voru í sjokki. Það mun taka langan tíma fyrir þá að vinna sig út úr þessu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði miklar áhyggjur af sínum gömlu leikmönnum þegar hann frétti af sprengjunum við liðsrútu Borussia Dortmund á þriðjudagskvöldið. Jürgen Klopp var í sjö ár hjá Borussia Dortmund og fékk marga af núverandi leikmönnum til þýska liðsins. Hann þekkir því vel flesta leikmennina og allar aðstæður hjá Dortmund. „Eins og allir geta örugglega ímyndað sér að þetta var mjög erfiður tími fyrir mig. Ég get ekki talið hversu oft ég gisti á þessu hóteli á síðustu árum. Ég veit líka nákvæmlega hvernig aðstæðurnar eru á veginum og þá voru fullt af vinum mínum í rútunni,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannfundi fyrir komandi leik hjá Liverpool. „Ég reyndi um leið að afla mér upplýsinga um hvað hafði gerst. Ég hafði miklar áhyggjur og óttast um leikmennina og alla sem voru í rútunni,“ sagði Klopp. „Ég vildi samt vera að trufla þá með asnalegum spurningum svo að ég þurfti að bíða eftir fréttum eins og allur heimurinn. Það síðasta sem ég var að hugsa um á þeirri stundu var leikurinn,“ sagði Klopp. „Ég horfði á leikinn í gærkvöldi og ég skil hundrað prósent af hverju hann var spilaður daginn eftir. Það er virkilega, virkilega erfitt að finna dagsetningu inn á þessari þéttu leikjadagskrá en allir hefðu örugglega skilið það ef leikmenn Dortmund hefði ekki viljað spila leikinn,“ sagði Klopp. „Ég var samt virkilega stoltur af Dortmund, hvernig þeir brugðust við og hvernig þeir bjuggu til þetta andrúmsloft. Leikurinn var ekki mikilvægur í þessu samhengi en þeir gerðu sitt besta,“ sagði Klopp. „Ég sá það samt í augum minna gömlu leikmanna eftir leikinn að þeir voru í sjokki. Það mun taka langan tíma fyrir þá að vinna sig út úr þessu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira