KR hefur lánað miðjumanninn Atla Sigurjónsson til Þórs á Akureyri.
Atli er uppalinn Þórsari og lék með Akureyrarliðinu til ársins 2011.
Hann fór þá til KR þar sem hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.
Atli fór til Breiðabliks á miðju sumri 2015 og lék með Kópavogsliðinu þangað til hann fór aftur í KR nú í vor. Atli fékk fá tækifæri með KR og hefur nú verið lánaður til uppeldisfélagsins.
Þórsarar hafa verið á fljúgandi siglingu að undanförnu og unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum í Inkasso-deildinni. Þór er með 25 stig í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum frá 2. sætinu.
Næsti leikur Þórs er gegn Haukum á útivelli á morgun.
Atli lánaður til uppeldisfélagsins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
