Lífið

Sjáðu þegar Red Hot Chili Peppers gerði allt vitlaust með laginu Under the Bridge

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórgóðir tónleikar í gærkvöldi.
Stórgóðir tónleikar í gærkvöldi. vísir/andri marínó
Stórtónleikar Red Hot Chili Peppers fóru fram í nýju Laugardalshöllinni í gærkvöldi og heppnuðust tónleikarnir virkilega vel. Stemningin var góð og virtust Íslendingar skemmta sér konunglega.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljónir platna. Meðlimir eru söngvarinn Anthony Kiedis, bassaleikarinn Flea , trommarinn Chad Smith og gítarleikarinn Josh Klinghoffer.

Sveitin hefur meðal annars unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna, besta tónlistarflutning hljómsveitar, besta rokklagið og besta rokkflutning með söng.

Sveitin tók hvern slagarann á eftir öðrum í gærkvöld en hápunkturinn var líklega þegar drengirnir fluttu lagið fræga Under The Bridge.

Lífið hefur fengið senda upptöku sem tónleikagestur tók þegar Red Hot Chili Peppers gerði allt vitlaust í höllinni í gærkvöldi með laginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×