Hundruð nýrra fjarreikistjarna bætast í hópinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2017 10:32 Nær allar stjörnur sem Kepler hefur skoðað voru með reikistjörnur í kringum sig. mynd/NASA/JPL-Caltech Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum. Vísindi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Yfir tvö hundruð nýjar fjarreikistjörnur hafa nú bæst á lista þeirra þúsunda sem Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið með nýrri greiningu á gögnum frá fyrstu árum leiðangurs hans. Þar á meðal eru tíu reikistjörnur þar sem fljótandi vatn gæti mögulega verið til staðar. Kepler-geimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur leitað að fjarreikistjörnum frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Vísindamenn í Kepler-teyminu hafa nú farið yfir athuganir sjónaukans frá fyrstu fjórum árum leiðangursins og fundið hundruð nýrra mögulegra fjarreikistjarna. Í heildina hefur Kepler nú fundið 4.034 mögulegar fjarreikistjörnur. Búið er að staðfesta 2.335 þeirra. Af þeim fimmtíu fjarreikistjörnum sem eru svipaðar jörðinni að stærð í lífbelti móðurstjarna sinna, hafa fleiri en þrjátíu verið staðfestar samkvæmt frétt á vef NASA.Tveir flokkar fjarreikistjarna ráðandi Þó að fréttir funda fjarreikistjarna sem gætu líkst jörðinni veki jafnan eftirtekt ber þó að geta þess að Kepler getur ekki greint hvort að fjarreikistjarna hafi lofthjúp eða fljótandi vatn á yfirborðinu. Stjörnufræðingar nota gögn frá Kepler og sjónaukum á jörðu niðri til að áætla stærð reikistjarnanna og hugsanlega efnasamsetningu. Þannig fá þeir grófa hugmynd um hvort reikistjörnurnar séu úr bergi eða gasi. Niðurstöður þeirra fram að þessu eru að minni fjarreikistjörnur skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru bergreikistjörnur sem geta verið allt að 75% stærri en jörðin og hins vegar svonefndir smáir Neptúnusar, gasreikistjörnur sem eru ekki með fast yfirborð og eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en jörðin samkvæmt frétt Washington Post. Nær engar plánetur á milli þessara tveggja fundust. Þær stærri virðast hefja lífið sem bergreikistjörnur en draga síðan að sér vetni og helíum og breytast þá í útblásna smávaxnar útgáfur af gasrisum. Enga reikistjörnu af þeirri tegund er að finna í sólkerfinu okkar.Skoðaði 0,025% næturhiminsinsBenjamin Fulton, doktorsnemi við Háskólann á Havaí sem fór fyrir hópnum sem reiknaði út stærðir fjarreikistjarnanna líkir athuguninni við líffræðinga sem flokka dýr eftir tegundum. „Að finna tvo mismunandi flokka fjarreikistjarna er eins og að uppgötva að spendýr og eðlur séu mimsmunandi greinar sama fjölskyldutrés,“ segir Fulton. Ógrynni reikistjarna er að finna í alheiminum en nær allar stjörnurnar sem vísindamennirnir beindu Kepler að voru með fylgihnetti sem féllu í annan fyrrgreindra flokka. Fyrstu fjögur árin skoðaði sjónaukinn um 200.000 stjörnur í stjörnumerkinu Svaninum. Það er aðeins 0,025% af næturhimninum. Markmið Kepler er að leiða í ljós hversu margar reikistjörnur á stærð við jörðina er að finna í alheiminum.
Vísindi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira