Östersund, öskubuskuliðið frá Svíþjóð sem er komið í 32-liða úrslit í Evrópudeild UEFA, datt í lukkupottinn en liðið drógst gegn Arsenal í 32-liða úrslitum keppninnar í dag.
Uppgangur Östersund hefur verið mikill síðustu ár en fáir reiknuðu með því að liðið gæti komist svo langt í Evrópukeppninni. Liðið sló út Galatasaray og PAOK í forkeppninni og skildi svo Zorya Luhansk og Herthu Berlín eftir í riðlakeppninni.
Arsenal lenti ekki í teljandi vandræðum í sínum riðli á fyrsta tímabili liðsins í Evrópudeild UEFA og komst örugglega áfram í 32-liða úrslitin.
FCK frá Danmörku fékk stórlið Atletico Madrid í 32-liða úrslitunum og þá mætir Napoli liði RB Leipzig frá Þýskalandi.
Leikirnir fara fram 15. og 22. febrúar næstkomandi.
Dortmund - Atalanta
Nice - Lokomotiv Moskva
FCK - Atletico Madrid
Spartak Moskva - Athletic Bilbao
AEK - Dynamo Kiev
Celtic - Zenit
Napoli - Leipzig
Rauða stjarnan - CSKA Moskva
Lyon - Villarreal
Real Sociedad - Salzburg
Partizan - Plzen
FCSB - Lazio
Ludogorets - AC Milan
Astana - Sporting
Östersund - Arsenal
Marseille - Braga
