Þarf að vökva mig, hita upp og taka langa atrennu Magnús Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2017 11:00 Dagur Hjartarson skáld segist sækja yrkisefni Heilaskurðaðgerðarinnar í persónulega reynslu en það geri hann reyndar í öllum sínum ljóðum. Visir/Anton Brink Skáldið Dagur Hjartarson sendi nýverið frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin sem hefur hlotið frábærar viðtökur enda hér á ferðinni heildstæð og ákaflega falleg bók, uppfull af rómantík, djúpum og fallegum myndum. Dagur segir að hann hafi verið með þessa bók lengi í smíðum eða allt frá árinu 2012 eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók það sama ár. „Elstu ljóðin í þessari bók eru frá því sama ári og ég ákvað að vera ekkert að flýta mér, heldur safna vel í þann bunka.“ Það hefur einmitt verið haft á orði að Heilaskurðaðgerðin er línulegri ljóðabók sem felur í sér heildstæða sögu. Skyldi Dagur geta tekið undir það? „Já, ég var kominn með mjög mörg ljóð en svo einhvern veginn inni í þeim öllum lá þessi saga og lengi vel var vinnan mín að koma auga á að það voru ljóð í bunkanum sem kölluðu á það að vera saman. Til þess að það gæti gengið þurfti ég að henda öllu öðru út og það gerðist eiginlega pínu óvart. Það var alls ekki þannig að ég hafi sest niður og hugsað að nú ætlaði ég að yrkja ljóð um þetta efni. Það bara gerðist.“Útsýnispallur yfir lífið Þetta sem Dagur kallar svo eru veikindi sem ná ákveðnu hámarki í heilaskurðaðgerð en þó er rétt að hafa í huga fyrir lesendur að það er bjartur og rómantískur tónn í bókinni engu að síður. En skyldi Dagur byggja umrætt efni á persónulegri reynslu? „Já, bókin er byggð á persónulegri reynslu. Ég sæki þetta í mitt líf eins og allt sem ég yrki um. Það er auðvitað ekki algild skoðun en ég er eitt af þeim skáldum sem á erfitt með að yrkja fyrir hönd annarra. Ég er ekki að segja að þetta séu einhver játningaljóð en þannig er þetta bara fyrir mig. Ég fæ svo útrás fyrir að skrifa út frá öðrum í skáldskapnum en í ljóðinu er röddin mín alltaf til staðar.“ Krefur ljóðformið þig um einlægni? „Já, en það þarf ekki að vera í þeim skilningi að það sé sorglegt og alvarlegt. Það getur líka vel verið sniðugt og fyndið. Ljóðið er eins og útsýnispallur yfir líf manns. Það eru auðvitað mörg önnur skáld sem geta gert þetta öðruvísi og það er vel en fyrir mér þá kemur þetta nálægt einhverri trúarlegri upplifun. Slík upplifun hlýtur alltaf að vera einhver sú persónulegasta sem til er.“Djörfung og gleði Um vinnuferlið segir Dagur að hann sé rómantískur þegar kemur að ljóðlist. „Ég yrki mjög sjaldan án þess að fá innblástur. Ég sest miklu frekar niður og píni mig til þess að skrifa tvö þúsund orð í skáldsagnahandriti því það finnst mér alveg ganga upp. En ef ég ætla mér að klára ljóðahandrit þá veit ég að ég get ekki bara sest niður á morgun heldur þarf einhvern veginn að vökva mig, hita upp og gefa því mjög langa atrennu.“ Með vökvun á Dagur við ljóð annarra skálda sem hann sækir mikið í að lesa og sem áhrifavalda nefnir hann fyrstan Sigurð Pálsson. „Hann kenndi mér og mörgum öðrum skáldum sem eru að stíga fram í ritlistinni í Háskólanum. Sigurður hafði svo mikil áhrif en það var ekki endilega í stíl eða formi heldur í djörfung, áræðni og gleði við ljóðformið. Þetta er það sem Sigurður stóð fyrir og þetta er besta tegundin af innblæstri. Svo má nefna Kristínu Ómarsdóttur, Steinunni Sigurðardóttir og erlend skáld, maður reynir einfaldlega að leita fanga eins víða og maður getur.“Mótvægi við Netflix Aðspurður um glímuna við tungumálið og ljóðformið segir Dagur að ljóðið sé einfaldlega drottning tungumálsins. „Það er það sem heillar mig mest og ég kemst ekkert undan því þó svo ég skrifi líka smásögur og skáldsögur en það er einhver önnur úrvinnsla. Ljóðið er kjarninn sem nær að tjá það sem að vanabundin notkun tungumáls nær ekki utan um. Ef við lítum til að mynda til listgreina á borð við dans, tónlist og myndlist þá eru það fullkomin listform. En við sem fáumst við orð erum föst í einhverju konkret sem þarf alltaf að skilja og vera röklegt fremur en að njóta. En ljóðið er nær þessum fullkomnu listformum.“ Nú kemur talsvert meira út af ljóðabókum en fyrir örfáum árum og Dagur segist finna vel fyrir þessum vaxandi vinsældum ljóðsins á meðal þjóðarinnar. „Ég gaf út mína fyrstu bók árið 2012 þegar ég var 25 ára en þá var ég eina skáldið svo ég muni að gefa út ljóð en núna eru mjög mörg skáld í yngri kantinum. Það eru mjög áhugaverð skáld að koma fram og mér finnst eins og það sem hefur verið að gerast síðustu fimm árin sé alveg ótrúlegt og það er spurning hvort við séum að ná einhverjum öldutoppi. Auk þess eru eldri höfundar að snúa aftur í ljóðið, Hallgrímur Helgason að gera mjög áhugaverða hluti og svo skáld eins og Kristín Ómarsdóttir á toppi ferilsins og Steinunn Sigurðardóttir með frábæra bók á síðasta ári.“ Dagur segir að þetta sé ekki síst merkilegt í ljósi alls þess sem er haldið að okkur í nútímasamfélagi. „Auðvitað vonar maður að það verði eitthvað viðbragð við þessum hraða og klikkun í samfélaginu. Að fólk sæki í eitthvað sem krefst jafnmikillar einbeitingar og sköpunar og ljóðalesturinn. Ég vona að fólk sæki í það sem mótvægi við hið passíva neysluform Netflixins sem er ýmist annað hvort hvíld eða dauði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Skáldið Dagur Hjartarson sendi nýverið frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin sem hefur hlotið frábærar viðtökur enda hér á ferðinni heildstæð og ákaflega falleg bók, uppfull af rómantík, djúpum og fallegum myndum. Dagur segir að hann hafi verið með þessa bók lengi í smíðum eða allt frá árinu 2012 eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók það sama ár. „Elstu ljóðin í þessari bók eru frá því sama ári og ég ákvað að vera ekkert að flýta mér, heldur safna vel í þann bunka.“ Það hefur einmitt verið haft á orði að Heilaskurðaðgerðin er línulegri ljóðabók sem felur í sér heildstæða sögu. Skyldi Dagur geta tekið undir það? „Já, ég var kominn með mjög mörg ljóð en svo einhvern veginn inni í þeim öllum lá þessi saga og lengi vel var vinnan mín að koma auga á að það voru ljóð í bunkanum sem kölluðu á það að vera saman. Til þess að það gæti gengið þurfti ég að henda öllu öðru út og það gerðist eiginlega pínu óvart. Það var alls ekki þannig að ég hafi sest niður og hugsað að nú ætlaði ég að yrkja ljóð um þetta efni. Það bara gerðist.“Útsýnispallur yfir lífið Þetta sem Dagur kallar svo eru veikindi sem ná ákveðnu hámarki í heilaskurðaðgerð en þó er rétt að hafa í huga fyrir lesendur að það er bjartur og rómantískur tónn í bókinni engu að síður. En skyldi Dagur byggja umrætt efni á persónulegri reynslu? „Já, bókin er byggð á persónulegri reynslu. Ég sæki þetta í mitt líf eins og allt sem ég yrki um. Það er auðvitað ekki algild skoðun en ég er eitt af þeim skáldum sem á erfitt með að yrkja fyrir hönd annarra. Ég er ekki að segja að þetta séu einhver játningaljóð en þannig er þetta bara fyrir mig. Ég fæ svo útrás fyrir að skrifa út frá öðrum í skáldskapnum en í ljóðinu er röddin mín alltaf til staðar.“ Krefur ljóðformið þig um einlægni? „Já, en það þarf ekki að vera í þeim skilningi að það sé sorglegt og alvarlegt. Það getur líka vel verið sniðugt og fyndið. Ljóðið er eins og útsýnispallur yfir líf manns. Það eru auðvitað mörg önnur skáld sem geta gert þetta öðruvísi og það er vel en fyrir mér þá kemur þetta nálægt einhverri trúarlegri upplifun. Slík upplifun hlýtur alltaf að vera einhver sú persónulegasta sem til er.“Djörfung og gleði Um vinnuferlið segir Dagur að hann sé rómantískur þegar kemur að ljóðlist. „Ég yrki mjög sjaldan án þess að fá innblástur. Ég sest miklu frekar niður og píni mig til þess að skrifa tvö þúsund orð í skáldsagnahandriti því það finnst mér alveg ganga upp. En ef ég ætla mér að klára ljóðahandrit þá veit ég að ég get ekki bara sest niður á morgun heldur þarf einhvern veginn að vökva mig, hita upp og gefa því mjög langa atrennu.“ Með vökvun á Dagur við ljóð annarra skálda sem hann sækir mikið í að lesa og sem áhrifavalda nefnir hann fyrstan Sigurð Pálsson. „Hann kenndi mér og mörgum öðrum skáldum sem eru að stíga fram í ritlistinni í Háskólanum. Sigurður hafði svo mikil áhrif en það var ekki endilega í stíl eða formi heldur í djörfung, áræðni og gleði við ljóðformið. Þetta er það sem Sigurður stóð fyrir og þetta er besta tegundin af innblæstri. Svo má nefna Kristínu Ómarsdóttur, Steinunni Sigurðardóttir og erlend skáld, maður reynir einfaldlega að leita fanga eins víða og maður getur.“Mótvægi við Netflix Aðspurður um glímuna við tungumálið og ljóðformið segir Dagur að ljóðið sé einfaldlega drottning tungumálsins. „Það er það sem heillar mig mest og ég kemst ekkert undan því þó svo ég skrifi líka smásögur og skáldsögur en það er einhver önnur úrvinnsla. Ljóðið er kjarninn sem nær að tjá það sem að vanabundin notkun tungumáls nær ekki utan um. Ef við lítum til að mynda til listgreina á borð við dans, tónlist og myndlist þá eru það fullkomin listform. En við sem fáumst við orð erum föst í einhverju konkret sem þarf alltaf að skilja og vera röklegt fremur en að njóta. En ljóðið er nær þessum fullkomnu listformum.“ Nú kemur talsvert meira út af ljóðabókum en fyrir örfáum árum og Dagur segist finna vel fyrir þessum vaxandi vinsældum ljóðsins á meðal þjóðarinnar. „Ég gaf út mína fyrstu bók árið 2012 þegar ég var 25 ára en þá var ég eina skáldið svo ég muni að gefa út ljóð en núna eru mjög mörg skáld í yngri kantinum. Það eru mjög áhugaverð skáld að koma fram og mér finnst eins og það sem hefur verið að gerast síðustu fimm árin sé alveg ótrúlegt og það er spurning hvort við séum að ná einhverjum öldutoppi. Auk þess eru eldri höfundar að snúa aftur í ljóðið, Hallgrímur Helgason að gera mjög áhugaverða hluti og svo skáld eins og Kristín Ómarsdóttir á toppi ferilsins og Steinunn Sigurðardóttir með frábæra bók á síðasta ári.“ Dagur segir að þetta sé ekki síst merkilegt í ljósi alls þess sem er haldið að okkur í nútímasamfélagi. „Auðvitað vonar maður að það verði eitthvað viðbragð við þessum hraða og klikkun í samfélaginu. Að fólk sæki í eitthvað sem krefst jafnmikillar einbeitingar og sköpunar og ljóðalesturinn. Ég vona að fólk sæki í það sem mótvægi við hið passíva neysluform Netflixins sem er ýmist annað hvort hvíld eða dauði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira